Auglýsing

Allar flatir á Jaðarsvelli á Akureyri eru lausar við snjó og klaka. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar en Íslandsmótið í golfi 2021 fer fram á Jaðarsvelli dagana 5.-8. ágúst.

Hitastigið hefur verið hátt undanfarna daga á Akureyri þar sem að hlýir sunnan vindar hafa ráðið ríkjum. Sólin skein skært samhliða þessum miklu hlýindum. Starfsmenn GA hafa unnið hörðum höndum í vetur að létta á snjó og tryggja það að snjór og klaki fari af flötunum eins fljótt og mögulegt er. Í byrjun ársins 2021 snjóaði mikið á Akureyri og er veturinn fram til þessa einn sá allra snjóþyngsti í mörg ár.

Meðfylgjandi eru tvær myndir sem teknar voru þann 19. mars og sína þær flatirnar í flottu ásigkomulagi og því full ástæða til að láta sig hlakka til sumarsins – segir í tilkynningu frá GA.

Frá Jaðarsvelli 19. mars 2021. Mynd/GA
Frá Jaðarsvelli 19. mars 2021. Mynd/GA
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Kristófer Karl Karlsson slær hér á 2. braut á Jaðarsvelli á Íslandsmótinu í holukeppni 2020. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ