Auglýsing

Skráning í Íslandsmótið í golfi 2019 sem fram fer á Grafaraholtsvelli dagana 8.-11. ágúst stendur yfir á golf.is.

Smelltu hér til að skrá þig. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 mánudaginn 5. ágúst. Greiða verður þátttökugjaldið með greiðslukorti við skráningu.

Það er ljóst að Axel Bóasson úr GK mætir í titilvörnina en Íslandsmeistarinn 2018 á enn eftir að skrá sig til leiks. Hámarskfjöldi keppenda er 150 en rúmlega 30 keppendur hafa skráð sig til keppni nú þegar.

Þar á meðal eru margfaldir Íslandsmeistarar á borð við Úlfar Jónsson úr GKG og Ragnhildi Sigurðardóttur úr GR. Úlfar hefur fagnað þessum titli alls sex sinnum og er hann næst sigursælasti kylfingur allra tíma í karlaflokki ásamt Björgvini Þorsteinssyni. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur sigrað sjö sinnum á Íslandsmótinu í golfi – oftast allra í karlaflokki.

Ragnhildur Sigurðardóttir hefur sigrað alls fjórum sinnum á Íslandsmótinu í golfi, síðast árið 2005. Ragnhildur, Jakobína Guðlaugsdóttir og Ólöf María Jónsdóttir, GK eru jafnar í öðru sæti yfir sigursælustu keppendur í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi frá upphafi. Allar þrjár eru með fjóra titla en Karen Sævarsdóttir, GS, er með þá flesta en hún sigraði átta ár í röð á Íslandsmótinu í golfi – sem er einsdæmi í kvenna – og karlaflokki.

Eins og áður segir hafa rúmlega 30 keppendur skráð til keppni. Ólafur Björn Loftsson, GKG, sem sigraði með eftirminnilegum hætti árið 2009 í Grafarholtinu verður að sjálfsögðu með. Þórdís Geirsdóttir, GK, nýkrýndur Íslandsmeistari í +50 ára er einnig á meðal keppenda en hún fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 1987.

Andri Már ÓskarssonGOS
Arnar Snær HákonarsonGR
Aron Emil GunnarssonGOS
Bjarki Geir LogasonGK
Elías Beck SigurþórssonGK
Frans Páll SigurðssonGR
Guðmundur ArasonGR
Hákon HarðarsonGR
Hjalti PálmasonGR
Ingi Þór ÓlafsonGM
Kjartan Sigurjón KjartanssonGR
Margeir VilhjálmssonGR
Ólafur Hreinn JóhannessonGSE
Ólafur Björn LoftssonGKG
Ragnar Már RíkarðssonGM
Sigurbjörn ÞorgeirssonGFB
Sigurður Bjarki BlumensteinGR
Sigurþór JónssonGVG
Sverrir HaraldssonGM
Tómas Peter Broome SalmonGJÓ
Úlfar JónssonGKG
Viktor Snær ÍvarssonGKG
Amanda Guðrún BjarnadóttirGHD
Ásdís ValtýsdóttirGR
Bjarney Ósk HarðardóttirGR
Eva María GestsdóttirGKG
Hafdís Alda JóhannsdóttirGK
Hulda Clara GestsdóttirGKG
Kristín Sól GuðmundsdóttirGM
Nína Margrét ValtýsdóttirGR
Ragnhildur SigurðardóttirGR
Þórdís GeirsdóttirGK

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ