Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, hefur tekið risastökk upp heimlistann í golfi á þessu ári.

Í ársbyrjun var Guðmundur Ágúst í sæti nr. 1.656 á heimslistanum en þann 17. júlí s.l. var hann sæti nr. 570.

Hann hefur því farið upp um 1.086 sæti á fyrstu 7 mánuðum ársins 2019.

Besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á heimslista karla er 459 sæti. Þeim árangri náði Birgir Leifur Hafþórsson árið 2017.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, var í sæti nr. 177 á heimslista kvenna í lok ársins 2017 og í sæti nr. 170 í febrúar 2018.

Heimslisti karlar – íslenskir kylfingar.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ