Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba 2022 í 2. deild kvenna fer fram dagana 22.-24. júlí og verður leikið á Svarfhólsvelli hjá Golfklúbbi Selfoss.

Alls eru 9 klúbbar sem taka þátt. Leikinn verður höggleikur á fyrsta og öðrum keppnisdeginum og raðast klúbbarnir í riðla eftir árangri í höggleiknum.

Þrjú bestu skorin hjá hverju liði telja í höggleiknum en leiknar verða 36 holur á fyrsta keppnisdegi.

2. deild kvenna – smelltu hér fyrir stöðuna og úrslit í höggleiknum.

2. deild kvenna – Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í holukeppninni

Ef 9 eða 10 lið eru skráð til þátttöku skal leikinn 2 x 18 holu höggleikur. Þrjú bestu skorin gilda í hvorri umferð. Að loknum höggleiknum leika fjögur efstu liðin holukeppni í undanúrslitum, þar sem að 1. sæti leikur við 4. sæti og 2. sæti við 3. sæti. Leikinn er einn fjórmenningur og tveir tvímenningar. Sigurvegarar í undanúrslitum leika til úrslita með sama fyrirkomulagi – og lið sem tapa í undanúrslitum leika um 3. sæti með sama fyrirkomulagi.

Liðin níu eru þannig skipuð:

Golfklúbbur Borgarness: Elva Pétursdóttir, Fjóla Pétursdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Margrét Katrín Guðnadóttir.

Golfklúbbur Fjallabyggðar: Rósa Jónsdóttir, Sara Sigurbjörnsdóttir, Björg Traustadóttir, Brynja Sigurðardóttir.

Golfklúbbur Grindavíkur: Svanhvít Helga Hammer, Gerða Kristín Hammer, Þuríður Halldórsdóttir, Svava Agnarsdóttir.

Golfklúbbur Hornafjarðar: Jóna Benný Kristjánsdóttir, Bergþóra Ólafía Ágústdóttir, Þórgunnur Torfadóttir, Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir.

Golfklúbbur Selfoss: Jóhanna Bettý Durhuus, Katrín Embla Hjartardóttir, Alexandra Eir Grétarsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir.

Golfklúbbur Suðurnesja: Laufey Jóna Jónsdóttir, Auður Ásgrímsdóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Andrea Ásgrímsdóttir.

Golfklúbbur Álftaness: Björg Jónína Rúnarsdóttir, Guðrún Birna Snæþórsdóttir, Guðný Þorbjörg Klemensdóttir, Sigríður Lovísa Sigurðardóttir.

Golfklúbburinn Esja: Hanna Lóa Skúladóttir, Halldóra Sigríður Gunnarsdóttir, Halldóra Harpa Ómarsdóttir, Freydís Bjarnadóttir.

Golfklúbburinn Leynir: Bára Valdís Ármannsdóttir, Elsa Maren Steinarsdóttir, Helga Rún Guðmundsdóttir, Rakel Óskarsdóttir.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ