/

Deildu:

Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba 2022 í 2. deild kvenna fór fram dagana 22.-24. júlí og var leikið á Svarfhólsvelli hjá Golfklúbbi Selfoss.

Alls tóku 9 klúbbar þátt. Leikinn var höggleikur á fyrsta og öðrum keppnisdeginum.
Þrjú bestu skorin hjá hverju liði töldu í höggleiknum. Eftir höggleikinn tók við riðlakeppni þar sem að leikin var holukeppni, einn fjórmenningsleikur, og tveir tvímenningsleikir í hverri umferð.

GS og GOS léku til úrslita og þar hafði GS betur 2-1.
GFB sigraði Leyni 3-0 í leiknum um þriðja sætið.

Lokastaðan í 2. deild kvenna:


1. GS, Golfklúbbur Suðurnesja.
2. GOS, Golfklúbbur Selfoss.
3. GFB, Golfklúbbur Fjallabyggðar.
4. GL, Golfklúbburinn Leynir.
5. GB, Golfklúbbur Borgarness.
6. GG, Golfklúbbur Grindavíkur.
7. GÁ, Golfklúbbur Álftaness.
8. GHH, Golfklúbbur Hornafjarðar.
9. GE, Golfklúbburinn Esja.

2. deild kvenna – smelltu hér fyrir stöðuna og úrslit í höggleiknum.

2. deild kvenna – Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í holukeppninni

Liðin níu voru þannig skipuð:

Golfklúbbur Borgarness: Elva Pétursdóttir, Fjóla Pétursdóttir, Hallbera Eiríksdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Margrét Kr. Guðnadóttir, Maríanna Garðarsdóttir.

Golfklúbbur Fjallabyggðar: Rósa Jónsdóttir, Sara Sigurbjörnsdóttir, Björg Traustadóttir, Brynja Sigurðardóttir, Dagný Finnsdóttir.

Golfklúbbur Grindavíkur: Svanhvít Helga Hammer, Gerða Kristín Hammer, Þuríður Halldórsdóttir, Svava Agnarsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Þuríður Halldórsdóttir.

Golfklúbbur Hornafjarðar: Anna Eyrún Halldórsdóttir, liðstjóri, Bergþóra Ólafía Ágústsdóttir, Þórgunnur Torfadóttir, Þórhalla Magnúsdóttir, Lilja Rós Aðalsteinsdóttir, Jóna Benný Kristjánsdóttir.

Golfklúbbur Selfoss: Jóhanna Bettý Durhuus, Katrín Embla Hjartardóttir, Alexandra Eir Grétarsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Erla Rún Kaaber, Ragnheiður Ingibjörg Jónsdóttir.

Golfklúbbur Suðurnesja: Andrea Ásgrímsdóttir, Auður Ásgrímsdóttir, Laufey Jóna Jónsdóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Sigurrós Guðrúnardóttir.

Golfklúbbur Álftaness: Björg J Rúnarsdóttir, Eyrún Sigurjónsdóttir, Guðný Klemenzdóttir, Guðrún B Snæþórsdóttir, Íris Dögg Ingadóttir, Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, Berglind Birgisdóttir, liðsstjóri.

Golfklúbburinn Esja: Freydís Bjarnadóttir, Halldóra Guðríður Gunnarsdóttir, Hanna Lóa Skúladóttir, Halldóra Harpa Ómarsdóttir, Kolbrún Arnardóttir, Dóra María Lárusdóttir.

Golfklúbburinn Leynir: Ruth Einarsdóttir, Rakel Óskardóttir, Elsa Maren Steinarsdóttir, Helga Rún Guðmundsdóttir, Ellen Ólsafsdóttir, Bára Valdís Ármannsdóttir.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ