Guðmundur Arason úr Golfklúbbi Reykjavíkur er elsti keppandinn í karlaflokki en hann er fæddur árið 1966 og er því á 54. aldursári. Guðmundur er með 1,2 í forgjöf. Hjalti Pálmason úr GR er næst elsti keppandinn en hann er fæddur árið 1969 og er því á 50. aldursári. Jón H. Karlsson er þriðji elsti keppandinn í karlaflokki en hann er einnig úr GR. Jón er fæddur árið 1969 líkt og Hjalti.
Nína Björk Geirsdóttir úr GM er eini keppandinn sem er eldri en 35 ára í kvennaflokknum en hún er 37 ára, fædd 1983. Þrír keppendur í kvennaflokknum eru fæddar árið 1992 og eru á 28. aldursári. Þær eru allar næst elstar í kvennafloknum, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR, Berglind Björnsdóttir GR og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA.
Fjórir yngstu kylfingar Íslandsmótsins eru öll fædd árið 2006 og eru því á fermingarárinu.
Í karlaflokki er Veigar Heiðarsson yngstur en hann er úr Golfklúbbi Akureyrar. Veigar er með 2,3 í forgjöf en faðir hans er Heiðar Davíð Bragason, íþróttastjóri GA, og Íslandsmeistari í golfi 2005. Heiðar Davíð er á meðal keppenda á mótinu og verður spennandi að fylgjast með baráttu þeirra. Heiðar Davíð er fæddur árið 1977 og er 14. elsti keppandinn en hann er með 0,4 í forgjöf.
Í kvennaflokki eru þrír keppendur fæddir árið 2006. Tvær þeirra eru úr GR, þær Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Helga Signý Pálsdóttir. Perla Sól er með 3 í forgjöf en hún tók þátt á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum árið 2018 en þá var hún 11 ára gömul. Perla er fædd 28. september en á þeim degi fagnar hún 14 ára afmæli sínu. Helga Signý er með 7 í forgjöf. Eldri bróðir hennar, Böðvar Bragi Pálsson, er meðall keppenda á Íslandsmótinu en hann er jafnframt forgjafarlægsti keppandinn í karlaflokki með +4,2 í forgjöf. Böðvar, sem er nýbakaður klúbbmeistari GR í meistaraflokki, er fæddur árið 2003. Dagbjartur Sigurbrandsson, eldri bróðir Perlu, er einnig á meðal keppenda. Dagbjartur er fæddur árið 2002 og er hann með +3,8 í forgjöf. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG, er sú þriðja sem er fædd árið 2006 í kvennaflokknum. Karen Lind er með 7,3 í forgjöf.
Keppendur á Íslandsmótinu í golfi 2020 – raðað eftir aldri:
| Veigar Heiðarsson | Golfklúbbur Akureyrar | 2006 |
| Perla Sól Sigurbrandsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2006 |
| Helga Signý Pálsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2006 |
| Karen Lind Stefánsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2006 |
| Gunnlaugur Árni Sveinsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2005 |
| Berglind Erla Baldursdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 2005 |
| Sara Kristinsdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 2005 |
| Dagur Fannar Ólafsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2004 |
| Bjarni Þór Lúðvíksson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2004 |
| Óskar Páll Valsson | Golfklúbbur Akureyrar | 2004 |
| Róbert Leó Arnórsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2004 |
| Nína Margrét Valtýsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2004 |
| Jóhannes Sturluson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2004 |
| María Eir Guðjónsdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 2004 |
| Guðrún Jóna Nolan Þorsteinsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2004 |
| Katrín Sól Davíðsdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 2004 |
| Bjarney Ósk Harðardóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2004 |
| Auður Sigmundsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2004 |
| Böðvar Bragi Pálsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2003 |
| Breki Gunnarsson Arndal | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2003 |
| Finnur Gauti Vilhelmsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2003 |
| Björn Viktor Viktorsson | Golfklúbburinn Leynir | 2003 |
| Kjartan Sigurjón Kjartansson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2003 |
| Mikael Máni Sigurðsson | Golfklúbbur Akureyrar | 2003 |
| Eva María Gestsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2003 |
| Dagbjartur Sigurbrandsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2002 |
| Tómas Eiríksson Hjaltested | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2002 |
| Hulda Clara Gestsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2002 |
| Sigurður Arnar Garðarsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2002 |
| Lárus Ingi Antonsson | Golfklúbbur Akureyrar | 2002 |
| Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2002 |
| Svanberg Addi Stefánsson | Golfklúbburinn Keilir | 2002 |
| Pétur Sigurdór Pálsson | Golfklúbbur Selfoss | 2002 |
| Andrea Ýr Ásmundsdóttir | Golfklúbbur Akureyrar | 2002 |
| Logi Sigurðsson | Golfklúbbur Suðurnesja | 2002 |
| Bjarki Snær Halldórsson | Golfklúbburinn Keilir | 2002 |
| Arnór Tjörvi Þórsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2002 |
| Hjalti Hlíðberg Jónasson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2002 |
| Ólafur Marel Árnason | Nesklúbburinn | 2002 |
| Magnús Yngvi Sigsteinsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2002 |
| Ásdís Valtýsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2002 |
| Kristín Sól Guðmundsdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 2002 |
| Marianna Ulriksen | Golfklúbburinn Keilir | 2002 |
| Sigurður Bjarki Blumenstein | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2001 |
| Kristófer Karl Karlsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 2001 |
| Ingi Þór Ólafson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 2001 |
| Aron Emil Gunnarsson | Golfklúbbur Selfoss | 2001 |
| Jón Gunnarsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2001 |
| Andri Már Guðmundsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 2001 |
| Kjartan Óskar Karitasarson | Nesklúbburinn | 2001 |
| Bjarni Freyr Valgeirsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2001 |
| Árný Eik Dagsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2001 |
| Viktor Markusson Klinger | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2001 |
| Orri Snær Jónsson | Nesklúbburinn | 2001 |
| María Björk Pálsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2001 |
| Inga Lilja Hilmarsdóttir | Golfklúbburinn Keilir | 2001 |
| Viktor Ingi Einarsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2000 |
| Daníel Ísak Steinarsson | Golfklúbburinn Keilir | 2000 |
| Sverrir Haraldsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 2000 |
| Heiðrún Anna Hlynsdóttir | Golfklúbbur Selfoss | 2000 |
| Ingvar Andri Magnússon | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2000 |
| Ragnar Már Ríkharðsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 2000 |
| Elvar Már Kristinsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2000 |
| Hilmar Snær Örvarsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2000 |
| Páll Birkir Reynisson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2000 |
| Ingi Rúnar Birgisson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2000 |
| Anna Júlía Ólafsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2000 |
| Sigurður Már Þórhallsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1999 |
| Hákon Örn Magnússon | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1998 |
| Jóhannes Guðmundsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1998 |
| Hlynur Bergsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1998 |
| Saga Traustadóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1998 |
| Daníel Ingi Sigurjónsson | Golfklúbbur Vestmannaeyja | 1998 |
| Eva Karen Björnsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1998 |
| Róbert Smári Jónsson | Golfklúbbur Suðurnesja | 1998 |
| Aron Skúli Ingason | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1998 |
| Gunnar Blöndahl Guðmundsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1998 |
| Einar Bjarni Helgason | Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs | 1998 |
| Helgi Snær Björgvinssson | Golfklúbburinn Keilir | 1998 |
| Atli Már Grétarsson | Golfklúbburinn Keilir | 1998 |
| Ragnar Áki Ragnarsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1998 |
| Arna Rún Kristjánsdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1998 |
| Ragnhildur Kristinsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1997 |
| Birgir Björn Magnússon | Golfklúbburinn Keilir | 1997 |
| Björn Óskar Guðjónsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1997 |
| Vikar Jónasson | Golfklúbburinn Keilir | 1997 |
| Víðir Steinar Tómasson | Golfklúbbur Akureyrar | 1997 |
| Bragi Arnarson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1997 |
| Hafdís Alda Jóhannsdóttir | Golfklúbburinn Keilir | 1997 |
| Andri Ágústsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1997 |
| Aron Snær Júlíusson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1996 |
| Egill Ragnar Gunnarsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1996 |
| Eyþór Hrafnar Ketilsson | Golfklúbbur Akureyrar | 1996 |
| Ævarr Freyr Birgisson | Golfklúbbur Akureyrar | 1996 |
| Arnór Ingi Gíslason | Golfklúbbur Selfoss | 1996 |
| Orri Bergmann Valtýsson | Golfklúbburinn Keilir | 1996 |
| Ragnar Már Garðarsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1995 |
| Arnar Geir Hjartarson | Golfklúbbur Skagafjarðar | 1995 |
| Stefán Þór Bogason | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1995 |
| Elías Beck Sigurþórsson | Golfklúbburinn Keilir | 1995 |
| Skúli Ágúst Arnarson | Golfklúbburinn Oddur | 1995 |
| Guðrún Brá Björgvinsdóttir | Golfklúbburinn Keilir | 1994 |
| Bjarki Pétursson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1994 |
| Daníel Hilmarsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1994 |
| Stefán Óli Magnússon | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1994 |
| Dagur Ebenezersson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1993 |
| Ástrós Arnarsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1993 |
| Ólafía Þórunn Kristinsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1992 |
| Rúnar Arnórsson | Golfklúbburinn Keilir | 1992 |
| Berglind Björnsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1992 |
| Jón Ingi Grímsson | Golfklúbbur Selfoss | 1992 |
| Hákon Harðarson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1992 |
| Stefanía Kristín Valgeirsdóttir | Golfklúbbur Akureyrar | 1992 |
| Haraldur Franklín Magnús | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1991 |
| Andri Þór Björnsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1991 |
| Andri Már Óskarsson | Golfklúbbur Selfoss | 1991 |
| Örvar Samúelsson | Golfklúbbur Akureyrar | 1991 |
| Theodór Emil Karlsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1991 |
| Sveinbjörn Guðmundsson | Golfklúbburinn Keilir | 1991 |
| Axel Bóasson | Golfklúbburinn Keilir | 1990 |
| Hrafn Guðlaugsson | Golfklúbburinn Setberg | 1990 |
| Arnór Ingi Finnbjörnsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1989 |
| Pétur Þór Jaidee | Golfklúbbur Suðurnesja | 1989 |
| Grétar Eiríksson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1989 |
| Kristján Þór Einarsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1988 |
| Jóhann Már Sigurbjörnsson | Golfklúbbur Siglufjarðar | 1988 |
| Ólafur Björn Loftsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1987 |
| Stefán Þór Hallgrímsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1987 |
| Haukur Már Ólafsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1986 |
| Magnús Lárusson | Golfklúbburinn Esja | 1985 |
| Nína Björk Geirsdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1983 |
| Sigmundur Einar Másson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1983 |
| Birgir Guðjónsson | Golfklúbburinn Esja | 1983 |
| Tómas Peter Broome Salmon | Golfklúbburinn Esja | 1982 |
| Helgi Runólfsson | Golfklúbburinn Keilir | 1982 |
| Elfar Rafn Sigþórsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1980 |
| Rafn Stefán Rafnsson | Golfklúbbur Borgarness | 1978 |
| Heiðar Davíð Bragason | Golfklúbbur Akureyrar | 1977 |
| Hlynur Geir Hjartarson | Golfklúbbur Selfoss | 1976 |
| Guðjón Karl Þórisson | Golfklúbburinn Esja | 1976 |
| Guðmundur Rúnar Hallgrímsson | Golfklúbbur Suðurnesja | 1975 |
| Sturla Höskuldsson | Golfklúbbur Akureyrar | 1975 |
| Magnús Bjarnason | Golfklúbburinn Geysi | 1974 |
| Arnar Sigurbjörnsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1973 |
| Margeir Vilhjálmsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1972 |
| Guðlaugur Rafnsson | Golfklúbburinn Esja | 1971 |
| Sigurbjörn Þorgeirsson | Golfklúbbur Fjallabyggðar | 1971 |
| Hallsteinn I Traustason | Golfklúbbur Öndverðarness | 1970 |
| Hjalti Pálmason | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1969 |
| Jón Karlsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1969 |
| Guðmundur Arason | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1966 |

