Auglýsing

Golfklúbbur Mosfellsbæjar heldur Mosóbikarinn dagana 16.-18. júní. Mótið er annað mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ. Alls eru 123 leikmenn skráðir til leiks, 37 konur og 89 karlar.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í Mosóbikarnum:

Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi.

Margir af bestu kylfingum landsins eru á meðal keppenda. Íslandsmeistarinn 2022, Kristján Þór Einarsson, mætir á heimavöll sinn, Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, sem hefur leikið mjög vel undanfarnar vikur á Nordic League atvinnumótaröðinni er á meðal keppenda. Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari 2021, er á meðal keppenda líkt og Saga Traustadóttir, sem sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni á þessum velli í fyrra. GR-ingurinn Sigurður Bjarki Blumenstein, ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni, er einnig á meðal keppenda.

Keppendur koma frá 14 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu og eru 9 þeirra með keppendur í kvenna – og karlaflokki. Flestir keppendur eru frá GKG og GM en báðir klúbbar eru með 25 keppendur í þessu móti. GR er með 24 keppendur og GK er með 13.

KlúbburKarlarKonurSamtals
GKG151025
GM141125
GR17724
GK10313
GO628
GS516
GOS415
NK505
GL314
GA213
GFH202
101
101
GEY101
8637123

Meðaldur keppenda í mótinu er 23 ár. Í karlaflokki er meðalaldurinn 24 ár og 21 ár í kvennaflokki. Yngstu keppendurnir í kvennaflokki eru 14 ára og sá elsti 46 ára. Í karlaflokki eru yngsti keppandinn 13 ára og sá elsti 54 ára.

Meðalforgjöf í mótinu er 1,45. Í kvennaflokki er meðalforgjöf keppenda 2.9. Í karlaflokki er meðalforgjöfin 0.8.

Lægsta forgjöf mótsins er +5.7 en Hákon Örn Magnússon, GR, er með þá forgjöf. Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, með -3.6 í forgjöf.

Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 70% af fjölda keppenda úr hvorum flokki. Ef keppendur eru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu skulu þeir báðir/allir halda áfram. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta- og keppendareglum GSÍ.

Verðlaun  

​Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.       

1. verðlaun: Gjafakort: 75.000 kr. 

2. verðlaun: Gjafkort: 50.000 kr. 

3. verðlaun: Gjafakort 25.000 kr.                                                     

Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ.   Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra. 

Gert er ráð fyrir að verðlaunaafhending hefjist 20 mínútum eftir að síðasti ráshópur lýkur leik.       

Dómarar, Sigurður Geirsson, s: 8930766, Davíð Baldur Sigurðsson, s: 6176669

Mótsstjóri: Ágúst Jensson

Mótsstjórn: Ágúst Jensson, Hlín Hlöðversdóttir, Gísli Karel Eggertsson, Kristinn Viðar Sveinbjörnsson.

Keppnisskilmálar.

Skor er fært inn rafrænt af leikmönnum og undirritun rafræn í gegnum golfbox.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ