Auglýsing

Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á Opna breska áhugamannamótinu, The Amateur Championship, sem fram fer á Hillside og Southport & Ainsdale skammt frá borginni Liverpool á Englandi.

Hillside er par 72 og Southport & Ainsdale er par 71.

Íslensku kylfingarnir eru Aron Emil Gunnarsson (GOS), Gunnlaugur Árni Sveinsson (GKG), Hlynur Bergsson (GKG) og Kristófer Orri Þórðarson.

Sá síðastnefndi tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að komast í gegnum úrtökumót sem fram fór nýverið.

Mótið á sér langa sögu eða allt frá árinu 1885 og er á meðal sterkust áhugamannamóta veraldar.

Alls eru 288 keppendur sem hefja leik. Leikið er á tveimur völlum. Leiknar verða 36 holur á tveimur keppnisdögum og eftir höggleikskeppnina komast 64 efstu áfram í holukeppnina sem tekur við af höggleiknum.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í höggleiknum.

Margir þekktir kylfingar hafa sigrað á þessu móti. Má þar nefna Bobby Jones frá Bandaríkjunum og spænsku kylfingana Sergio Garcia og José María Olazábal.

Það er að miklu að keppa á þessu móti. Siguvegarinn tryggir sér keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu (The Open), Bandaríska meistaramótinu (U.S. Open) og hefðin hefur verið að sigurvegaranum hefur verið boðið að taka þátt á Mastersmótinu á Augusta vellinum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ