/

Deildu:

Auglýsing

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sigraði í Mosóbikarnum sem fram fór á Hlíðavelli dagana 16.-18. júní. Mótið var annað mótið á stigamótaröð GSÍ á þessu ári. Hulda Clara og Saga Traustadóttir, GKG, léku frábært golf og voru jafnar á höggi undir pari eftir 54 holur. Hulda Clara stóð uppi sem sigurvegari eftir bráðabana. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, varð þriðja á +1 .

1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 215 högg (-1) (71-69-75).
2. Saga Traustadóttir, GKG, 215 högg (-1) (70-68-77).
*Hulda Clara sigraði eftir bráðabana.
3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 217 högg (+1) (72-73-72).

Smelltu hér fyrir lokastöðu og úrslit í Mosóbikarnum:

Leikfyrirkomulag mótsins var höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi.

Keppendur komu frá 14 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu og voru 9 þeirra með keppendur í kvenna – og karlaflokki. Flestir keppendur voru frá GKG og GM en báðir klúbbar voru með 25 keppendur í þessu móti. GR var með 24 keppendur og GK var með 13.

KlúbburKarlarKonurSamtals
GKG151025
GM141125
GR17724
GK10313
GO628
GS516
GOS415
NK505
GL314
GA213
GFH202
101
101
GEY101
8637123

Meðaldur keppenda í mótinu var 23 ár. Í karlaflokki var meðalaldurinn 24 ár og 21 ár í kvennaflokki. Yngstu keppendurnir í kvennaflokki voru 14 ára og sá elsti 46 ára. Í karlaflokki var yngsti keppandinn 13 ára og sá elsti 54 ára.

Meðalforgjöf í mótinu var 1,45. Í kvennaflokki var meðalforgjöf keppenda 2.9. Í karlaflokki var meðalforgjöfin 0.8.

Lægsta forgjöf mótsins var +5.7 en Hákon Örn Magnússon, GR, er með þá forgjöf. Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, með -3.6 í forgjöf.

                                               

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ