/

Deildu:

Heiðar Davíð Bragason, GHD. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

– Heiðar Davíð Bragason, PGA-þjálfari,  gefur góð ráð

Heiðar Davíð Bragason, PGA-kennari og þjálfari, er einn reyndasti keppniskylfingur landsins. Heiðar varð Íslandsmeistari í golfi árið 2005 á Hólmsvelli í Leiru og er það eini Íslandsmeistaratitill hans til þessa. Heiðar Davíð var í glompu á 11. braut á Hólmsvelli í Leiru þegar Golf á Íslandi náði þessum myndum af kappanum. Hann leysti þetta gríðarlega vel og við fengum Heiðar Davíð til þess að segja frá leyndarmálinu á bak við slík högg.

„Þegar ég lendi í stöðu í glompu þar sem annar fóturinn er uppi á bakkanum hef ég aðeins meira bil á milli fótanna og beygi mig aðeins meira niður en venjulega. Þetta geri ég til þess að vera öruggur um að hitta sandinn á undan boltanum. Þessi fótastaða minnkar einnig hreyfingu neðri hluta líkamans í högginu. Ég vil takmarka alla hreyfingu á neðri hlutanum í glompuhöggum.

 

Heiðar Davíð Bragason GHD Myndsethgolfis

 

Almennt í glompuhöggum vil ég hafa víða eða breiða fótastöðu. Tilfinningin er sú að ég sé að setjast aðeins niður og ég hef þungann meira á vinstri fæti í gegnum alla hreyfinguna.  Boltastöðuna hef ég venjulega rétt innan við vinstri hæl. Í högginu sjálfu snýst þetta bara um að snúa bringunni frá boltanum og skotmarkinu og koma mér þaðan í lokastöðuna.

 

Heiðar Davíð Bragason GHD MyndsethgolfisLokastöðuna vil ég hafa þannig að bringan á mér snýr í átt að skotmarkinu og hendur eru framan við bringuna. Andlitið á kylfuhausnum, eða höggflöturinn, á að snúa í átt að andlitinu á mér. Þetta er grunnt glompuhögg eins og ég framkvæmi það. Ef ég vil fá boltann með hærra boltaflugi eða lægra boltaflugi þá breytist boltastaðan aðeins, kylfuvalið gæti líka breyst og einnig hvar hendurnar enda í lokastöðunni.

Kveðja, Heiðar Davíð Bragason, PGA-þjálfari.

 

Heiðar Davíð Bragason GHD Myndsethgolfis

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ