/

Deildu:

Auglýsing

Alls eru 32 kylfingar frá Íslandi sem komast inn á heimslista áhugakylfinga í karlaflokki. Það eru R&A og USGA sem halda utan um stigagjöfina á þessum lista. Árangur kylfinga undanfarin tvö ár telur í hvert sinn sem listinn er uppfærður eða síðustu 104 vikur.

Stigamótaraðir GSÍ í fullorðins og unglingaflokki telja inn á heimslistann ásamt heimslistamótaröðinni en tvö slíkt mót fóru fram á árinu 2020 á Íslandi. Alls eru 12 mót á þessu ári sem fram fóru á Íslandi sem telja inn á heimslista áhugakylfinga, 5 mót á stigamótaröð GSÍ og 5 mót á stigamótaröð barna – og unglinga, og tvö mót á heimslistamótaröðinni.

Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er efstur af íslensku karlkylfingunum í sæti nr. 472. Gísli, sem er fæddur árið 1997, hefur ekkert keppt á undanförnum misserum vegna meiðsla.

Hann komst inn á topp 100 listann árið 2014 – fyrstur íslenskra áhugakylfinga frá því að listinn var settur á laggirnar árið 2007. Gísli komst í sæti nr. 99 árið 2014 og bætti þar með met sem Ólafur Björn Loftsson átti þegar hann að komast í sæti nr. 110 árið 2011.

Aron Snær Júlíusson, GKG, er í öðru sæti af íslensku kylfingunum í sæti nr. 597 en besti árangur hans er 435. sæti. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, er í sæti nr 631 en hann hefur hæst farið upp í sæti nr. 286.

Eftirtaldir kylfingar frá Íslandi eru á heimslista áhugakylfinga.

NafnStaða á heimslistaStig að meðaltali
Gísli Sveinbergsson472741.7
Aron Snær Júlíusson597712.7
Dagbjartur Sigurbrandsson631708.4
Hákon Örn Magnússon1330603.6
Hlynur Bergsson1427593.3
Kristófer Karl Karlsson1443591.5
Sigurður Arnar Garðarsson1607572.7
Egill Ragnar Gunnarsson1638569.4
Sigurður Bjarki Blumenstein1733559.8
Andri Már Óskarsson2059529.4
Jóhannes Guðmundsson2062529.4
Björn Óskar Guðjónsson2063529.1
Viktor Ingi Einarsson2080527.6
Birgir Björn Magnússon2162519.3
Ragnar Már Ríkharðsson2684468.8
Henning Darri Þórðarson2710466.1
Kristján Þór Einarsson2745462.7
Sverrir Már Haraldsson2775460.3
Daníel Ísak Steinarsson2814457.3
Vikar Jónasson2817457.3
Tumi Hrafn Kúld2988438.5
Jón Gunnarsson3029434.2
Ingvar Andri Magnússon3790345.1
Stefán Þór Bogason4055310.2
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson4427267.6
Sigurður Már Þórhallsson4627244.1
Daníel Sigurjónsson4635243.5
Logi Sigurðsson4915211.4
Fannar Ingi Steingrímsson5537149.4
Böðvar Bragi Pálsson611399.6
Arnór Snær Guðmundsson642879.6
Kristján Benedikt Sveinsson656561.2

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ