Auglýsing

Alls eru 10 kylfingar frá Íslandi sem komast inn á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki. Það eru R&A og USGA sem halda utan um stigagjöfina á þessum lista. Árangur kylfinga undanfarin tvö ár telur í hvert sinn sem listinn er uppfærður eða síðustu 104 vikur.

Stigamótaraðir GSÍ í fullorðins og unglingaflokki telja inn á heimslistann ásamt heimslistamótaröðinni en tvö slíkt mót fóru fram á árinu 2020 á Íslandi. Alls eru 12 mót á þessu ári sem fram fóru á Íslandi sem telja inn á heimslista áhugakylfinga, 5 mót á stigamótaröð GSÍ og 5 mót á stigamótaröð barna – og unglinga. Fjölmörg alþjóðleg mót telja einnig á heimslista áhugakylfinga.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, er efst íslenskra kvenna á heimslistanum. Hún er í sæti nr. 517 en hún hefur hæst farið í sæti nr. 330 í október 2019. Til samanburðar má nefna að Hulda Clara var í sæti nr. 2600 í maí 2019.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er í öðru sæti af íslensku konunum á heimslista áhugakylfinga. Ragnhildur er í sæti nr. 708 og Saga Traustadóttir, GR, er nr. 859 sæti á heimslista áhugakylfinga.

Eftirtaldir kylfingar frá Íslandi eru á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki.

NafnStaðan á heimslistaStig að meðaltali
Hulda Clara Gestsdóttir517723.9
Ragnhildur Kristinsdóttir708672.7
Saga Traustadóttir859633.6
Helga Kristín Einarssdóttir972609.4
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir1232557.7
Heiðrún Anna Hlynsdóttir1276549.7
Eva Karen Björnsdóttir2015405.9
Amanda Guðrún Bjarnadóttir2101387.4
Anna Sólveig Snorradóttir2901172.6
Þórdís Geirsdóttir3219107.1

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ