Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru báðir á meðal keppena á Áskorendamótaröðinni á móti sem fram fer á Ítalíu dagana 1.-4. okt. Mótið heitir Italian Challenge Open og er keppt á Castelconturbia vellinum á Ítalíu.

Áskorendamótaröðin, Challenge Tour, er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki.

Guðmundur Ágúst er í 31. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og er í góðri stöðu varðandi keppnisrétt á lokamótinu á þessu ári.

GR-ingurinn hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur af fimm mótum og besti árangur hans er 5. sæti á Áskorendamótaröðinni og 18. sæti á Evrópumótaröðinni. Guðmundur Ágúst hefur leikið á þremur mótum á Evrópumótaröðinni og tveimur mótum á Áskorendamótaröðinni.

Haraldur Franklín Magnús er að taka þátt á sínu sjötta móti á þessu tímabili. Hann hefur leikið á þremur mótum á Evrópumótaröðinni og tveimur á Áskorendamótaröðinni. Besti árangur GR-ingsins er 33. sæti á Áskorendamótaröðinni. Haraldur Franklín er í 112. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar.

Castelconturbia völlurinn er í klukkutímafjarlægð frá Mílanó. Völlurinn var hannaður af Robert Trent Jones, og var byrjað að leika á vellinum árið 1984. Völlurinn er alls 27 holur, þrjár 9 holu lykkjur, og verða bláa og gula lykkjan notaðar á þessu móti. Ítalska meistaramótið á Evrópumótaröðinni hefur tvívegis farið fram á þessumv veli, árið 1991 og 1998.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ