GSÍ fjölskyldan

Dagana 12.-13. september n.k. fer fram annað mót tímabilsins á Heimslistamótaröðinni og verður keppt á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni. Eins og nafnið gefur til kynna er mótið ætlað þeim kylfingum sem vilja bæta stöðu sína á heimslista áhugakylfinga.

Lokamótið á Heimslistamótaröðinni fer síðan fram helgina 25.-26. september hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Hámarskfjöldi keppenda í mótið er 39 en leiknar verða alls 54 holur á tveimur keppnisdögum, 36 holur á fyrri keppnisdeginum og 18 holur á lokakeppnisdeginum.

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir kl. 23:59 á miðvikudegi fyrir mótið.

Skráning í mótið er hér:

**Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur.** Þátttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun kemur eftir að skráningarfresti lýkur. Forföll skal tilkynna með tölvupósti á netfangið leynir@leynir.is

Leikfyrirkomulag
Höggleikur í flokki karla og kvenna, alls 54 holur. Leiknar eru 36 holur fyrri mótsdag og 18 holur seinni mótsdag. Keppt skal samkvæmt móta- og keppendareglum GSÍ.

Rástímar og ráshópar
Rástímar verða birtir á Golfbox eftir kl.17:00 á fimmtudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi raðar mótsstjórn í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori. Á fyrsta hring verður ræst út frá kl. 8:00, annan hring kl. 13:00 og seinasta hring frá kl. 8:00. Ath. að þessir tímar eru til viðmiðunar og geta breyst.

Þátttökuréttur
Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 39. Þátttökurétt hafa atvinnu- og áhugamenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í golfklúbbi innan GSÍ. Ef skráningar eru fleiri en hámarksfjöldinn falla niður skráningar þeirra leikmanna sem næstir eru forgjafarmörkum síns kyns. Þó skulu að lágmarki níu leikmenn eiga rétt á þátttöku af hvoru kyni. Ef tveir eða fleiri kylfingar eru jafnlangt frá forgjafarmörkum síns kyns ræður hlutkesti því hverjir fá þátttökurétt. Ef fjöldi kylfinga sem fá þátttökurétt af hvoru kyni er ekki heilt margfeldi af þremur er hámarksfjöldi leikmanna aukinn svo að þrír keppendur verði í hverjum ráshópi.

Þurfi að skera niður fjölda þátttakenda skulu forgjafarlægstu keppendur að morgni 11. september fá þátttökurétt. Standi val á milli keppenda með jafnháa forgjöf skal hlutkesti ráða.

Karlar leika af hvítum teigum og konur af bláum teigum.

Þátttökugjald er 8.000 kr.

Skráning og þátttökugjald
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir kl. 23:59 á miðvikudegi fyrir mót. **Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur.** Þátttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun kemur eftir að skráningarfresti lýkur. Forföll skal tilkynna með tölvupósti á netfangið leynir@leynir.is

Æfingahringur
Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að panta rástíma. Skilyrði fyrir æfingahring er að búið sé að greiða þátttökugjald.

Keppendur fá æfingabolta fyrir hring án endurgjalds á mótsdögum.

Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti verður leikinn bráðabani, en að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast verðlaun jafnt milli þeirra keppenda. Gert er ráð fyrir að verðlaunaafhending hefjist 15 mínútum eftir að síðasti ráshópur lýkur leik.

Deildu:

Auglýsing