GSÍ fjölskyldan
Guðmundur Ágúst
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, fer upp um 95 sæti á heimslista atvinnukylfinga í karlaflokki en listinn var uppfærður í dag.

Guðmundur Ágúst varð fimmti á sterku atvinnumóti á Áskorendamótaröðinni á Norður-Írlandi, sem er besti árangur hans á mótaröðinni sem er næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Guðmundur Ágúst er í sæti nr. 540 en hann var í sæti nr. 635 fyrir mótið. Frá árinu 2017 hefur Guðmundur Ágúst farið upp um 1385 sæti á heimslistanum.

Haraldur Franklín Magnús, GR, er 682. sæti á heimslistanum. Haraldur Franklín hefur líkt og Guðmundur Ágúst farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum. Hann var í sæti nr. 1452 í lok ársins 2018.

Haraldur Franklín Magnús, GR. Mynd/seth@golf.is

Í sögulegu samhengi þá er Guðmundur Ágúst að nálgast besta árangur kylfinga frá Ísland á heimslista atvinnukylfinga.

Birgir Leifur Hafþórsson hefur náð að komast í sæti nr. 415 á heimslistanum árið 2017 þegar hann sigraði á móti í Frakklandi á Áskorendamótaröðinni. Axel Bóasson, GK, var í sæti nr. 439 í árslok 2017, sem er enn sem komið er næst besti árangur hjá atvinnukylfingi frá Íslandi á heimslista atvinnukylfinga.

Deildu:

Auglýsing