Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, endaði í 14. sæti á Flumserberg Ladies Open atvinnumótinu sem fram fór dagana 3.-5. september.

Mótið fór fram í Sviss á Golfclub Gams-Werdenberg en mótið er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í kvennaflokki í Evrópu.

Guðrún Brá lék hringina þrjá á -3 samtals eða 213 höggum (69-72-72). Guðrún Brá lék fyrsta hringinn á -3 og næstu tvo á pari vallar.

Sanna Nuutinen frá Finnlandi stóð uppi sem sigurvegari á -12 samtals. Hún hafði betur gegn Stina Resen frá Noregi í bráðabana um sigurinn. Þetta er þriðji sigur Nuutinen á LET Access mótaröðinni.

Skor keppenda er uppfært hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ