Samstarfsaðilar

Rekstur Golfsambands Íslands gekk ágætlega á tímabilinu 2019-2020 þrátt fyrir krefjandi rekstrarár.

Rekstrartekjur námu rétt tæplega 170 milljónum kr. en heildarafkoma ársins var jákvæð um tæpar 16 milljónir króna.

Tekjur frá samstarfsaðilum drógust saman miðað við áætlanir en ástæður þess eru meðal annars að erfiðara hefur reynst að sækja til samstarfsaðila og augljóst er að niðurskurður og aukið aðhald þeirra hefur áhrif.

Á móti jukust tekjur vegna félagagjalda þar sem aukning kylfinga í golfhreyfingunni var um 11% á tímabilinu. Rekstrarafkoma ársins er ásættanleg miðað við áætlanir og fjárhagsleg markmið sambandsins.

Horfur í rekstri

Með áframhaldandi aðhaldi í rekstri, breyttri stefnu GSÍ er að skapast svigrúm á næstu árum til að þess að auka framlög til þeirra fjölmörgu málaflokka sem stefnan kveður á um.

Hér má skoða stefnu GSÍ 2020-2027.

Við munum opna á næstu vikum vefsíðu þar sem má finna rekstraráætlun 2021-2022 ásamt öðrum gögnum sem tilheyra formannafundi. Upplýsingar um vefsíðuna verða sendar út þegar nær dregur.

Með bestu kveðju,

Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ.


Deildu:

Auglýsing