Auglýsing

Á fréttavef R&A í Skotlandi er fjallað um Harald Franklín Magnús, sem verður fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að keppa á risamóti hjá atvinnukylfingum.

Haraldur Franklín tryggði sér keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu með frábærum árangri á úrtökumóti á dögunum.

Í greininni er sagt frá því að með árangri sínum hafi Haraldur Franklín sýnt fram á að uppbyggingin sem hefur átt sér stað á Íslandi á undanförnum 15 árum sé að skila árangri.

Vakin er athygli þeirri gríðarlegu fjölgun sem hefur átt sér stað í golfíþróttinni á Íslandi.

Haraldur segir m.a. að hann sé vanur þeim aðstæðum sem bíði hans á Carnoustie þar sem hann mun keppa á stærsta golfmóti heims dagana 19.-22. júlí.

Viðtalið má lesa í heild sinni með því að smella á myndina hér fyrir neðan:

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ