/

Deildu:

Böðvar Bragi og Björgvin.
Auglýsing

Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, valdi um miðjan júní s.l.  landsliðin í karla – og kvennaflokki sem taka þátt á Evrópumótinu. Keppni hefst þriðjudaginn 10. júlí en konurnar keppa í Austurríki en karlarnir í Þýskalandi.

Hvert landslið er skipað sex leikmönnum. Á fyrstu tveimur keppnisdögunum er leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin telja. Átta efstu liðin komast í A-riðil og eiga möguleika á að vinna til verðlauna, liðin sem enda í sætum 9 eða neðar keppa í B riðli þar sem leikið er um sæti.

Engin þjóð fellur um deild á EM kvenna en tvær neðstu þjóðirnar í karlaflokki falla í 2. deild

Konur:

Keppt verður dagana 10.-14. júlí á EM kvenna á  GC Murhof vellinum í Austurríki. Björgvin Sigurbergsson verður ráðgjafi/fyrirliði og Guðný Þóra Guðnadóttir verður sjúkraþjálfari liðsins.

Staðan er uppfærð hér: 

Kvennalandsliðið er þannig skipað:  

Andrea Björg Bergsdóttir (GKG)
Anna Sólveig Snorradóttir (GK)
Berglind Björnsdóttir (GR)​
Helga Kristín Einarsdóttir (GK)​
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR)​
Saga Traustadóttir (GR)

Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson, Anna Sólveig Smáradóttir (GK), Saga Traustadóttir (GR), Andrea Bergsdóttir (GKG), Helga Kristín Einarsdóttir (GK), Berglind Björnsdóttir (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) og Guðný Þóra Guðnadóttir sjúkraþjálfari.

England hefur titil að verja á EM kvenna en Englendingar vörðu titilinn á síðasta EM. Þess má geta að England vann EM kvenna þegar það fór fram á Íslandi árið 2016. Alls hefur England sigrað tíu sinnum á EM kvenna

Karlar:

Keppt verður dagana 10.-14. júlí á Golf Club Bad Saarow vellinum rétt við Berlín í Þýskalandi. Arnór Ingi Finnbjörnsson er fyrirliði og Jussi Pitkänen verður ráðgjafi liðsins.

Hér er staðan uppfærð:

Karlandsliðið er þannig skipað: 
Aron Snær Júlíusson (GKG)
Bjarki Pétursson (GB)
Björn Óskar Guðjónsson (GM)
Gísli Sveinbergsson (GK)
Henning Darri Þórðarson (GK)
Rúnar Arnórsson (GK)

Frá vinstri: Jussi Pitkänen, Björn Óskar Guðjónsson (GM), Gísli Sveinbergsson (GK), Rúnar Arnórsson (GK), Henning Darri Þórðarson (GK), Aron Snær Júlíusson (GKG), Bjarki Pétursson (GB), Arnór Ingi Finnbjörnsson.

Spánn hefur titil að verja, England varð í öðru sæti og Ítalir í því þriðja á síðasta EM.
Þjóðirnar sem keppa á EM karla: 

1. Austurríki
2. Tékkland
3. Danmörk
4. England
5. Finnland
6. Frakkland
7. Þýskaland
8. Ísland
9. Írland.
10 Italy
11. Holland
12. Portúgal
13. Skotland
14. Serbía
15. Spánn
16 Svíþjóð

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ