Golfsamband Íslands

Haraldur Franklín komst áfram af 1. stigi úrtökumótsins fyrir DP World Tour

Bjarki Pétursson, GKG, Haraldur Franklín Magnús GR, Andri Þór Björnsson, GR og Hákon Örn Magnússon hófu leik á þriðjudaginn á 1. stigi úrtökumótsins fyrir DP World Tour atvinnumótaröðina.

Bjarki, Haraldur og Andri komust í gegnum niðurskurðinn að loknum 36 holum en Hákon Örn féll úr leik.

Haraldur Franklín lék samtals á -11 á fjórum keppnishringjum – en hann lék lokahringinn á 68 höggum eða -4 og fór upp um 9 sæti. Hann endaði í 22. sæti og er öruggur áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Andri Þór lék á -8 samtals og endaði í 37. sæti og Bjarki lék á -5 samtals og endaði í 42. sæti.

Alls er keppt á níu keppnisstöðum á 1. stigi úrtökumótsins haustið 2023 og alls eru sjö íslenskir keppendur sem taka þátt að þessu sinni á 1. stigi úrtökumótsins.

Stigin á úrtökumótunum fyrir DP World Tour eru alls þrjú. Axel Bóasson, GK, fer beint inn á 2. stig úrtökumótsins og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, fer beint inn í lokaúrtökumótið ef hann nær ekki að halda keppnisrétti sínum á DP World Tour í lok tímabilsins.

Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson og Hlynur Bergsson, sem eru allir félagsmenn í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, kepptu nýverið á Millennium golfvellinum rétt við borgina Brussel í Belgíu en komust ekki áfram.

Það má gera ráð fyrir að um 20 efstu af hverjum velli fyrir sig komist áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Axel Bóasson, GK, fer beint inn á 2. stig úrtökumótins en þar verður keppt á fjórum völlum á Spáni dagana 2.-5. nóvember.

Lokaúrtökumótið fer fram á Infinitum völlunum við Tarragona á Spáni dagana 10.-15. nóvember. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, fer þar inn ef honum tekst ekki að halda keppnisrétti sínum á þessu tímabili á DP World Tour.

Hákon Örn Magnússon. Mynd/seth@golf.is
Exit mobile version