Auglýsing

Bjarki Pétursson, GKG, Haraldur Franklín Magnús GR, Andri Þór Björnsson, GR og Hákon Örn Magnússon hófu leik á þriðjudaginn á 1. stigi úrtökumótsins fyrir DP World Tour atvinnumótaröðina.

Bjarki, Haraldur og Andri komust í gegnum niðurskurðinn að loknum 36 holum en Hákon Örn er úr leik.

Haraldur Magnús er á -7 samtals fyrir lokahringinn en hann er í 31. sæti. Andri Þór er á -4 samtals og er hann í 46. sæti. Bjarki er einnig á -4. Hákon Örn lék fyrstu tvo hringina á +7 samtals og er úr leik.

Alls er keppt á níu keppnisstöðum á 1. stigi úrtökumótsins haustið 2023 og alls eru sjö íslenskir keppendur sem taka þátt að þessu sinni á 1. stigi úrtökumótsins.

Stigin á úrtökumótunum fyrir DP World Tour eru alls þrjú. Axel Bóasson, GK, fer beint inn á 2. stig úrtökumótsins og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, fer beint inn í lokaúrtökumótið ef hann nær ekki að halda keppnisrétti sínum á DP World Tour í lok tímabilsins.

Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson og Hlynur Bergsson, sem eru allir félagsmenn í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, kepptu nýverið á Millennium golfvellinum rétt við borgina Brussel í Belgíu en komust ekki áfram.

Það má gera ráð fyrir að um 20 efstu af hverjum velli fyrir sig komist áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Axel Bóasson, GK, fer beint inn á 2. stig úrtökumótins en þar verður keppt á fjórum völlum á Spáni dagana 2.-5. nóvember.

Lokaúrtökumótið fer fram á Infinitum völlunum við Tarragona á Spáni dagana 10.-15. nóvember. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, fer þar inn ef honum tekst ekki að halda keppnisrétti sínum á þessu tímabili á DP World Tour.

Hákon Örn Magnússon Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ