Guðmundur Ágúst og Haraldur Frankín. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, er þessa dagana staddur í Suður-Afríku þar sem hann hóf keppnistímabilið á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour. Haraldur Franklín lék á Limpapo meistaramótinu sem lauk í gær í Suður-Afríku með sigri Brandon Stone. Þetta var fyrsta mótið hjá íslenska kylfingnum frá því í október á síðasta ári.

Haraldur Franklín lék fyrsta hringinn á 75 höggum á Limpapo meistaramótinu eða +3 en hann bætti sig um þrjú högg á öðrum keppnisdegi og lék á pari vallar eða 72 höggum. Það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Næsta mót hefst á fimmtudaginn, Bain’s Whisky Cape Town Open, en það fer fram á Royal Cape vellinum við Höfðaborg í Suður-Afríku. Því móti lýkur 2. maí og fimmtudaginn 6. maí hefst þriðja mótið í þessari keppnistörn í Suður-Afríku.

Þá hefst Dimension Data mótið sem fram fer á Fancourt vellinum. Mótaröðin flytur sig um set til Svíþjóðar þar sem að tvö mót fara fram 13.-16. maí og 19.-22. maí. Þar mun Guðmundur Ágústu Kristjánsson mæta til leiks en hann er líkt og Haraldur Franklín með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili. Bjarki Pétursson, GKG, og Andri Þór Björnsson, GR, eru einnig með keppnisrétt á þessari mótaröð.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ