/

Deildu:

Auglýsing

ÍSAM mótið – fyrsta stigamótið í GSÍ mótaröðinni 2021 fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 14.-16. maí 2021. Golfklúbbur Mosfellsbæjar er framkvæmdaaðili mótsins. 

Opnað hefur verið fyrir skráningu – smelltu hér:

Leiknar verða 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum, en tveir niðurskurðir eru í mótinu.

Miðað er við að 50% keppenda í hvorum flokki komist áfram að loknum hring 1 og aftur 50% að loknum hring 2, þó að lágmarki 12 keppendur í hvorum flokki að loknum hring 1 og 6 keppendur í hvorum flokki að loknum hring 2. Ef keppendur eru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu skulu þeir báðir/allir halda áfram.

Miðað er við að 50% keppenda í hvorum flokki komist áfram að loknum hring 1 og aftur 50% að loknum hring 2, þó að lágmarki 12 keppendur í hvorum flokki að loknum hring 1 og 6 keppendur í hvorum flokki að loknum hring 2. Ef keppendur eru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu skulu þeir báðir/allir halda áfram.

Ef keppendur eru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu skulu þeir báðir/allir halda áfram. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta – og keppendareglum GSÍ.

Rástímar og ráshópar  

 
Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl 16 á miðvikudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi er raðað í ráshópa af handahófi. Á hring 2 og 3 er raðað í ráshópa eftir skori.

Ræst verður út á eftirfarandi tímum: 

  • Föstudagur: Frá klukkan 12:00
  • Laugardagur: Frá klukkan 09:00
  • Sunnudagur: Frá klukkan 09:00

Þátttökuréttur 


Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 72. Þáttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5.5 og í kvennaflokki 8.5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi.

Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf því hverjir komast inn í hvorn flokk, þ.e.a.s þeir 72 kylfingar  sem fjærst eru forgjafarmörkum í hvorum flokki. Þó skulu að lágmarki 24 keppendur fá þátttökurétt í hvorum flokki.

Keppenedum skal þó fjölgað þannig að fullir ráshópar verði í hvorum flokki. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá frá forgjafamörkum skal hlutkesti ráða.

Mótsgjald 

Karlaflokkur.           Hvítir teigar   7500 kr.                                     

Kvennaflokkur.        Bláir teigar    7500 kr.

Skráning og þátttökugjald
Þáttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 á þriðjudegi fyrir mót.** Engar undantekningar verða leyfðar eftir að skráningu lýkur.** Þáttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun berst eftir að skráningufresti lýkur.

 Æfingahringur  

Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að panta rástíma í klúbbhúsinu. Skilyrði fyrir æfingahring er að búið sé að greiða þáttökugjald. Keppendur fá æfingabolta fyrir hring án endurgjalds á mótsdögum.

Verðlaun  

  • Verðlaun frá ÍSAM eru fyrir efstu 3 sætin í hvorum flokki.​
  • Allir keppendur sem leika á lokadegi (ná báðum niðurskurðum) fá 10.000 kr gjafabréf í Prosjoppunni.

Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta – og keppendareglur GSÍ.   Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra.

Skráning hér:

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ