Auglýsing

Golfsamband Íslands er að fara af  stað með fjölþætta árvekni- og verkefnavinnu með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir en við viljum hvetja alla golfklúbba og einingar innan Golfsambands Íslands að senda að lágmarki einn fulltrúa á vinnustofurnar tvær sem í boði verða.

Markmið vinnunnar er að golfklúbbar verði hreyfiafl sem aðstoðar við að ná markmiðum heimsmarkmiðanna fyrir árið 2030.

Skráning – Smelltu hér

Fyrri vinnustofan er föstudaginn 30. apríl frá kl. 8:30-10:00 og er dagskráin mjög fjölbreytt og áhugaverð. Við hvetjum alla áhugasama til þátttöku í skemmtilegri og gefandi vinnu og er dagskráin eftirfarandi: 

1. Inngangur – Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ

2. Vegferðin er hafin – Hulda Bjarnadóttir, stjórn GSÍ, formaður markaðs- og kynningarnefndar

3. Að vinna með heimsmarkmiðiin – hvað þýðir það? –  Bjarni Hannesarson, vallarstjóri Nesklúbbsins

4. Hvað er sjálfbærni og heimsmarkmið SÞ og hverng tengist þetta rekstri fyrirtækja og stofnana? – Gunnar S. Magnússon, yfirmaður sjálfbærni hjá EY á Íslandi

5. Allt sem þú gerir hefur áhrif – innleiðing heimsmarkmiðanna, – Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Podium ehf. 

6. Umræður og spurningum svarað

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ