Auglýsing

Á Brautarholtsvelli á Kjalarnesi verður gerð áhugaverð breyting á merkingum á teigum vallarins í sumar. Í tilkynningu frá klúbbnum kemur fram að eitt teigmerki verði að jafnaði á hverjum teig samkvæmt staðarreglu.

Er þessi breyting gerð til að einfalda umhirðu vallarins og í tilkynningunni er bent á þá staðreynd að við hefðbundinn slátt þarf vallarstarfsmaður að standa upp af vél til að taka teigmerki af og aftur eftir slátt til að setja merki á sinn stað. Á 18 holu golfvelli með 4 teigasett geta þetta því verið um 140 stopp á einum hring.

Leikmaður ræður hvar bolti er sleginn innan 5 metra frá teigmerki, fram og aftur í höggstefnu.

Ef tvö hefðbundin teigmerki eru til staðar, s.s. í mótum gilda almennar golfreglur um teigmerki.

Teigmerki er staðsett til hliðar á óslegnu svæði. Þar sem robotar slá verður merki á slegnu svæði

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ