Auglýsing

„Við höfum sett okkur það markmið að halda fjölmennasta golfmót Íslandssögunnar á Kiðjabergsvelli í sumar – og gera jafnframt atlögu að setja heimsmet í leiðinni. Markmið okkar er að búa til skemmtilega upplifun fyrir mótsgesti þar sem við leggjum einnig áherslu góðan leikhraða, “ segir Birkir Már Birkisson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs.

Mótið – sem heitir 24 Open verður ef allt gengur upp með 480 keppendur. Eftir því sem best er vitað væri það fjölmennasta golfmót allra tíma þar sem að keppendur eru ræstir út á einum sólahring eða rétt tæplega 24 tímum á einum keppnisvelli.

Birkir Már segir að mótið verði vonandi fastur hluti af mótadagskrá GKB til lengri tíma litið.

„Við stefnum á að þetta mót verði sterkt aðdráttarafl fyrir íslenska sem og erlenda kylfinga í framtíðinni. Það er fátt sem jafnast á við að leika golf á þessum árstíma þegar dagsbirtan er til staðar allan sólarhringinn. Kiðjabergsvöllur er að margra mati eitt fallegasta vallarstæði landsins og ég get alveg tekið undir það. Það er tilraunarinnar virði að fara af stað í þetta vekefni og við erum bjartsýn á að þetta gangi nú allt saman mjög vel.“

Keppnisfyrirkomulagið verður einstæklings punktakeppni með forgjöf og mun mótið standa yfir í rúmlega sólarhring.

„Fyrstu keppendur verða ræstir úr kl. 14.00 föstudaginn 11. júní og verða rástímar síðan í boði allt fram til kl. 13.50 laugardaginn 12. júní.

Lokaráshópurinn ætti því að ljúka leik á milli 18-19 eða rétt um 30 tímum eftir að fyrsti ráshópurinn hóf keppni.

Framkvæmdastjórinn hefur á undirbúningsferlinu fundið fyrir miklum áhuga á þessari hugmynd.

„Í samtölum við ýmsa aðila höfum við sem stöndum að mótinu fundið fyrir miklum áhuga á slíku móti. Við ætlum að opna fyrir skráningu í mótið kl. 12.00 mánudaginn 26. apríl en skráningin fer fram á golf.is.

Kiðjabergsvöllur í Grímsnesi er á meðal glæsilegustu golfvalla landsins. Hafist var handa við uppbyggingu golfvallarins árið 1989. Vallarstæðið er einstakt en margar brautir liggja meðfram bökkum Hvítá. Árið 2005 var Kiðjabergsvöllur opnaður sem 18 holu golfvöllur en fyrri 9 holurnar voru teknar í notkun árið 1993.

Íslandsmótið í golfi fór fram á Kiðjabergsvelli árið 2010 en völlurinn hefur einnig verið notaður á Íslandsmóti unglinga, Íslandsmóti +35 ára og Íslandsmótum golfklúbba í ýmsum aldursflokkum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ