Haraldur Franklín Magnús.
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, endaði í öðru sæti á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á Lindbytvatten Masters.

Axel Bóasson úr GK, tók einnig þátt, en hann náði ekki í gegnum niðurskurðinn.

Haraldur Franklín er í fjórða sæti á stigalista mótaraðarinnar og færist nær því að tryggja sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour.

Fimm efstu á stigalistanum komast inn á Áskorendamótaröðina.

Þetta er í þriðja sinn á þessari leiktíð þar sem Haraldur Franklín endar í öðru sæti.

Lokastaðan er hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ