Auglýsing

Þrír íslenskir kylfingar taka þátt á einu sterkasta og virtasta unglingagolfmóti veraldar, German Boys & Girls Open.

Í stúlknaflokki taka 100 keppendur þátt og er mótið í efsta styrkleikaflokki á heimslista í stúlknaflokki. Hjá piltunum er mótið í þriðja efsta styrkleikaflokki og þar eru 100 keppendur.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um mótið.

Mótið fer fram á hinu glæsilega golfsvæði St. Leon-Rot, en þar eru tveir 18 holu keppnisvellir og stórglæsilegt æfingasvæði – sem er í fremstu röð á heimsvísu.

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Sara Kristinsdóttir, GM, keppa á þessu móti. Ólafur Björn Loftsson, afrekssstjóri Golfsambands Íslands, er með í för.

Kylfingarnir hafa nýtt undanfarna tvo daga við æfingar en keppnin hefst fimmtudaginn 1. júní.

Fjölmargir þjálfarar frá bandarískum háskólum mæta á þetta mót til að fylgjast með – enda eru flestir bestu kylfingar veraldar í þessum aldursflokki að keppa á þessu móti. Árið 2019 voru yfir 40 þjálfarar frá Bandaríkjunum að fylgjast með mótinu

Þetta er í 19. sinn sem mótið fer fram. Keppnin er 54 holur og eru leiknar 18 holur þrjá daga í röð. Það er engin niðurskurður eftir 36 holur og fá allir keppendur því að leika þrjá hringi.

Báðir keppnisvellir golfsvæðisins Golf Club St. Leon-Rot verða notaðir á þessu mót. Keppendur eru alls 200, 100 piltar og 100 stúlkur.

Keppendur eru 18 ára og yngri, en eftir 2. keppnisdag eru veitt verðlaun fyrir sigur í aldursflokknum 16 ára og yngri.

Smelltu hér fyrir rástíma og lokastöðu:

Smelltu hér fyrir lifandi skor frá mótinu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ