Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, er á meðal keppenda á DP World móti sem fram fer á Ítalíu dagana 4.-7. maí.

Mótið, heitir DS Automobiles Italian Open, og fer fram á Marco Simone vellinum við Rómarborg – þar sem að keppnin um Ryderbikarinn fer fram í september á þessu ári.

Nánari upplýsingar um mótið á Ítalíu, rástímar og staða – smelltu hér:

DP World Tour er sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki. Guðmundur Ágúst tryggði sér keppnisrétt á DP World Tour s.l. haust á lokaúrtökumótinu.

Guðmundur Ágúst hefur leik kl. 7 að morgni að íslenskum tíma fimmtudaginn 4. maí eða kl. 9 að staðartíma í Róm. Á öðrum keppnisdegi, föstudaginn 5. maí, hefur Guðmundur Ágúst leik kl. 12 að íslenskum tíma eða 14 að staðartíma. Hann verður með Daniel Van Tonder frá Suður-Afríku og Chengyoo Ma frá Kína í ráshóp fyrstu tvo keppinsdagana.

Sýnt er frá mótinu á VIAPLAY.


Á þessu tímabili hefur Guðmundur Ágúst leikið á níu mótum á DP World Tour. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð sem er besti árangur sem íslenskur karlkylfingur hefur náð á mótaröð í efsta styrkleikaflokki í Evrópu.

Hann hefur nú fengið alls 37 stig og er í sæti nr. 192 á stigalistanum. Alls eru 278 keppendur á stigalistanum.

Á þessu tímabili hefur Guðmundur Ágúst fengið tæplega 23 þúsund Evrur í verðlaunafé eða sem nemur 3,6 milljónum kr.

Besti árangur hjá íslenskum kylfingi á DP World Tour er 11. sætið. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð í 11. sæti á Telecom Italia Open sem fram fór í maí árið 2007.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ