Frá vinstri: Jóhannes Guðmundsson, Hákon Örn Magnússon, Arnór Ingi Finnbjörnsson og Viktor Ingi Einarsson.
Auglýsing

Evrópumót golfklúbba í karlaflokki fór fram á Troia Golf vellinum í Portúgal dagana 21.-23. október.

Golfklúbbur Reykjavíkur, Íslandsmeistar golfklúbba 2021, tók þar þátt á EM ásamt 23 öðrum golfklúbbum.

Þrír leikmenn voru í hverju liði. Keppt var í höggleik og tvö bestu skorin töldu í hverri umferð.

Lið GR var þannig skipað: Hákon Örn Magnússon, Jóhannes Guðmundsson og Viktor Ingi Einarsson. Arnór Ingi Finnbjörnsson var liðsstjóri.

Eins og áður segir tóku alls 23 lið þátt.

GR endaði í 9. sæti á 16 höggum yfir pari samtals.

Rosendaelsche frá Belgíu fagnaði EM-titlinum á 2 höggum undir pari samtals.
Golf de Biarritz Le Phare frá Frakklandi varð í öðru sæti á pari vallar samtals og danski klúbburinn Smørum endaði í þriðja sæti á 5 höggum yfir pari vallar.

1. keppnisdagur:
Jóhannes Guðmundsson, 72 högg
Hákon Örn Magnússon, 77 högg
Viktor Ingi Einarsson, 77 högg

2. keppnisdagur:
Jóhannes Guðmundsson, 78 högg
Hákon Örn Magnússon, 75 högg
Viktor Ingi Einarsson, 72 högg

3. keppnisdagur:
Jóhannes Guðmundsson, 75 högg
Hákon Örn Magnússon, 83 högg
Viktor Ingi Einarsson, 76 högg

Smelltu hér fyrir rástíma, skor, stöðu og úrslit.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ