Íslandsmeistaralið GM á Íslandsmóti golfklúbba 1. deild kvenna 2023.
Auglýsing

Golfklúbbur Mosfellsbæjar er Íslandsmeistari golfklúbba 2023 í 1. deild kvenna. Þetta er í fimmta sinn sem GM sigrar í efstu deild kvenna og annað árið í röð. Úrslitin réðust á Hólmsvelli í Leiru í dag hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Golfklúbbur Reykjavíkur léku til úrslita um titilinn. GKG sigraði GK í leiknum um þriðja sætið. 

Smelltu hér til að nálgast stöðu leikja og allar umferðir í einu skjali.

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu:

Alls tóku átta lið í 1. deild kvenna í keppninni um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2023. 

Liðunum var skipt í tvo fjögurra liða riðla.

Íslandsmeistaralið GM 2023. Frá vinstri: Grétar Eiríksson þjálfari, Katrín Sól Davíðsdóttir, Arna Rún Kristjánsdóttir, María Eir Guðjónsdóttir, Eva Kristinsdóttir, Kristín Sól Guðmundsdóttir, Sara Kristinsdóttir, Berglind Erla Baldursdóttir, Nína Björk Geirsdóttir, Katrín Dögg Hilmarsdóttir liðsstjóri, Dagur Ebenezersson íþróttastjóri GM. Mynd/seth@golf.is
Golfklúbbur Reykjavíkur: Frá vinstri: Ninna Þórey Björnsdóttir, Þóra Sigríður Sveinsdóttir, Árný Eik Dagsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Ásdís Valtýsdóttir, Helga Signý Pálsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Karitas Líf Ríkharðsdóttir.
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Frá vinstri: Karen Lind Stefánsdóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Katrín Hörn Daníelsdóttir, Saga Traustadóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Anna Júlía Ólafsdóttir, Elísabet Sunna Scheving, Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir og Arnar Már Ólafsson þjálfari.

Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit.

A-riðill lokastaða:
GM, GK, GS, NK,

GM lék í undanúrslitum gegn GKG og þar hafði GM betur 4-1. .

B-riðill lokastaðan: GR, GKG, GSS, GO.

GR lék í undanúrslitum gegn GK og þar hafði GR betur 3,5 – 1,5. 

Lokastaðan í 1. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba 2023.

1Golfklúbbur Mosfellsbæjar
2Golfklúbbur Reykjavíkur
3Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
4Golfklúbburinn Keilir
5Golfklúbbur Suðurnesja
6Golfklúbbur Skagafjarðar
7Golfklúbburinn Oddur
8*Nesklúbburinn

*Nesklúbburinn fellur í 2. deild.

Fyrst var leikið á Íslandsmóti golfklúbba í kvennaflokki árið 1982. Mótið í ár er það 42. í röðinni. Frá árinu 1982 hafa 4 klúbbar fagnað þessum titli.

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur oftast sigrað eða 22 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla, Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 5 titla þar af eru þrír titlar þegar Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ var til. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hefur tvívegis fagnað sigri í efstu deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba.

Íslandsmót golfklúbba GSÍ – Íslandsmeistarar frá upphafi:

1982Golfklúbbur Reykjavíkur
1983Golfklúbbur Reykjavíkur
1984Golfklúbbur Reykjavíkur
1985Golfklúbburinn Keilir
1986Golfklúbbur Reykjavíkur
1987Golfklúbbur Reykjavíkur
1988Golfklúbbur Reykjavíkur
1989Golfklúbburinn Keilir
1990Golfklúbbur Reykjavíkur
1991Golfklúbburinn Keilir
1992Golfklúbbur Reykjavíkur
1993Golfklúbbur Reykjavíkur
1994Golfklúbburinn Keilir
1995Golfklúbburinn Keilir
1996Golfklúbburinn Keilir
1997Golfklúbburinn Keilir
1998Golfklúbburinn Kjölur
1999Golfklúbbur Reykjavíkur
2000Golfklúbbur Reykjavíkur
2001Golfklúbburinn Kjölur
2002Golfklúbburinn Keilir
2003Golfklúbburinn Keilir
2004Golfklúbbur Reykjavíkur
2005Golfklúbbur Reykjavíkur
2006Golfklúbburinn Keilir
2007Golfklúbburinn Kjölur
2008Golfklúbburinn Keilir
2009Golfklúbburinn Keilir
2010Golfklúbbur Reykjavíkur
2011Golfklúbbur Reykjavíkur
2012Golfklúbbur Reykjavíkur
2013Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2014Golfklúbburinn Keilir
2015Golfklúbbur Reykjavíkur
2016Golfklúbbur Reykjavíkur
2017Golfklúbbur Reykjavíkur
2018Golfklúbbur Reykjavíkur
2019Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2020Golfklúbbur Reykjavíkur
2021Golfklúbbur Reykjavíkur
2022Golfklúbbur Mosfellsbæjar
2023Golfklúbbur Mosfellsbæjar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ