Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Frá vinstri: Andri Ágústsson, Kristófer Karl Karlsson, Andri Már Guðmundsson, Kristján Þór Einarsson, Hjalti Pálmason, Þorsteinn Hallgrímsson liðsstjóri, Björn Óskar Guðjónsson, Sverrir Haraldsson, Ingi Þór Ólafson og Nick Carlsson.
Auglýsing

Golfklúbbur Mosfellsbæjar er Íslandsmeistari golfklúbba 2023 í 1. deild karla. Þetta er í fjórða sinn sem GM fagnar þessum titli en úrslitin réðust á Jaðarsvelli á Akureyri í dag.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Golfklúbbur Akureyrar léku til úrslita þar sem að GM hafði betur 3-2 í spennandi leik. GA hefur ekki sigrað á þessu móti frá árinu 1998 þegar GA varð Íslandsmeistari í 8. sinn í sögu klúbbsins.

Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar léku um þriðja sætið og þar hafði GR betur, 3-2.

GM hafði betur gegn GKG í undanúrslitum 3,5-1,5. GA og GR mættust í hinum undanúrslitaleiknum. Þar réðust úrslitin í þremur leikjum af alls fimm eftir bráðabana – og tryggði Tumi Hrafn Kúld, GA, sigurinn í lokaviðureigninni á 25. holu.

 Smelltu hér til að nálgast stöðu leikja og allar umferðir í einu skjali.

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu:

Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Frá vinstri: Andri Ágústsson, Kristófer Karl Karlsson, Andri Már Guðmundsson, Kristján Þór Einarsson, Hjalti Pálmason, Þorsteinn Hallgrímsson liðsstjóri, Björn Óskar Guðjónsson, Sverrir Haraldsson, Ingi Þór Ólafson og Nick Carlsson.
Golfklúbbur Reykjavíkur: Frá vinstri: Jóhannes Guðmundsson, Böðvar Bragi Pálsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Elvar Már Kristinsson, Andri Þór Björnsson, Hákon Örn Magnússon, Arnór Ingi Finnbjörnsson og Sigurður Bjarki Blumenstein.
Golfklúbbur Akureyrar: Frá vinstri: Valur Snær Guðmundsson, Skúli Gunnar Ágústsson, Ólafur Auðunn Gylfason, Lárus Ingi Antonsson, Örvar Samúelsson, Tumi Hrafn Kúld, Víðir Steinar Tómasson, Eyþór Hrafnar Ketilsson, Heiðar Davíð Bragason og Veigar Heiðarsson.

Alls kepptu átta lið um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2023. Liðunum var skipt í tvo fjögurra liða riðla.

Hvert lið lék þrjá leiki í riðlakeppninni. Í hverri viðureign voru leiknir tveir fjórmenningsleikir og þrír tvímenningsleikir.

Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit.

A-riðill lokastaða:
GKG, GA, GK, GOS.

GKG lék í undanúrslitum gegn GM, þar sem að GM hafði betur 3,5-1,5.

B-riðill lokastaða:
GR, GM, GS, GV.

GR og GA léku í undanúrslitum. Úrslitin réðust eftir bráðabana í þremur leikjum af alls fimm.

Lokastaðan í 1. deild karla 2023 á Íslandsmóti golfklúbba.

1.GM – Golfklúbbur Mosfellsbæjar
2. GA – Golfklúbbur Akureyrar
3. GR – Golfklúbbur Reykjavíkur
4.GKG – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
5.GK – Golfklúbburinn Keilir
6.GOS – Golfklúbbur Selfoss
7. GS – Golfklúbbur Suðurnesja
8. *Golfklúbbur Vestmannaeyja
Golfklúbbur Vestmannaeyja féll í 2. deild.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hafði titil að verja í karlaflokk í efstu deild.

Fyrst var leikið á Íslandsmóti golfklúbba í karlaflokki árið 1961. Frá þeim tíma hafa 6 klúbbar fagnað þessum titli.

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur sigrað oftast eða 25 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla, Golfklúbbur Akureyrar er með 8 titla, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er með 8, Golfklúbbur Suðurnesja 3, og Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 4 titla, þar af 2 þegar klúbburinn var Golfklúbburinn Kjölur.

Íslandsmót golfklúbba GSÍ – Íslandsmeistarar frá upphafi

Karlaflokkur:

1961Golfklúbbur Akureyrar
1962Golfklúbbur Akureyrar
1963Golfklúbbur Akureyrar
1964Golfklúbbur Akureyrar
1965Golfklúbbur Akureyrar
1966Golfklúbbur Akureyrar
1967Golfklúbbur Reykjavíkur
1968Golfklúbbur Reykjavíkur
1969Golfklúbbur Reykjavíkur
1970Golfklúbbur Reykjavíkur
1971Golfklúbbur Akureyrar
1972Golfklúbbur Reykjavíkur
1973Golfklúbbur Suðurnesja
1974Golfklúbburinn Keilir
1975Golfklúbbur Reykjavíkur
1976Golfklúbbur Reykjavíkur
1977Golfklúbburinn Keilir
1978Golfklúbburinn Keilir
1979Golfklúbbur Reykjavíkur
1980Golfklúbbur Reykjavíkur
1981Golfklúbbur Reykjavíkur
1982Golfklúbbur Suðurnesja
1983Golfklúbbur Reykjavíkur
1984Golfklúbbur Reykjavíkur
1985Golfklúbbur Reykjavíkur
1986Golfklúbbur Reykjavíkur
1987Golfklúbbur Reykjavíkur
1988Golfklúbburinn Keilir
1989Golfklúbburinn Keilir
1990Golfklúbburinn Keilir
1991Golfklúbburinn Keilir
1992Golfklúbbur Reykjavíkur
1993Golfklúbburinn Keilir
1994Golfklúbbur Reykjavíkur
1995Golfklúbburinn Keilir
1996Golfklúbbur Suðurnesja
1997Golfkúbbur Reykjavíkur
1998Golfklúbbur Akureyrar
1999Golfklúbbur Reykjavíkur
2000Golfklúbburinn Keilir
2001Golfklúbbur Reykjavíkur
2002Golfklúbbur Reykjavíkur
2003Golfklúbbur Reykjavíkur
2004Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2005Golfklúbburinn Kjölur
2006Golfklúbburinn Kjölur
2007Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2008Golfklúbburinn Keilir
2009Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2010Golfklúbbur Reykjavíkur
2011Golfklúbbur Reykjavíkur
2012Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2013Golfklúbburinn Keilir
2014Golfklúbburinn Keilir
2015Golfklúbbur Mosfellsbæjar
2016Golfklúbburinn Keilir
2017Golklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2018Golfklúbburinn Keilir
2019Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2020Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2021Golfklúbbur Reykjavíkur
2022Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2023Golfklúbbur Mosfellsbæjar

Fjöldi titla:

Golfklúbbur Reykjavíkur (25)
Golfklúbburinn Keilir (15)
Golfklúbbur Akureyrar (8)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (8)
Golfklúbbur Suðurnesja (3)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (4)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ