Auglýsing

Icelandic Junior Midnight Open 2023 fer fram dagana 25.-28. júní 2023 á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Mótið er fyrir kylfinga sem eru 23 ára og yngri og telur mótið inn á heimslista áhugakylfinga.

Keppt er í þremur aldursflokkum í stúlkna og piltaflokki, 14 ára og yngri, 15-18 ára og 19-23 árs.

Það er enn hægt að skrá sig til leiks – nánar hér.

Skráningarfrestur er til 11. júní 2023.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar er framkvæmdaraðili mótsins.

Í tilkynningu frá GM kemur fram að glæsileg verðlaun verði fyrir þann kylfing sem leikur á lægsta skorinu í mótinu. Sá kylfingur fær keppnisrétt á Junior Classic í Portúgal sem fram fer á West Cliffs golfvellinum í Portúgal. Innifalið er keppnisréttur og gisting í 5 nætur.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ