Auglýsing

Um síðustu helgi fór fram fyrsta Opna Ping unglingamótinu sem haldið var á Leirdalsvelli.

Leikinn var betri bolti í höggleik, þ.e. tveir leikmenn léku saman í liði en þó sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik væri að ræða. Betra skor leikmanns á hverri holu, með forgjöf, taldi fyrir liðið. Hámarksforgjöf pilta var 24 og 28 fyrir stúlkur. Markmiðið var að bjóða upp á opið vormót þar sem skemmtunin og liðsandi er í fyrirrúmi, sem og að undirbúa sig fyrir mótaröðina sem hefst um næstu helgi.

Allir voru ræstir út á sama tíma með „shotgun“ fyrirkomulagi. Áður en leikur hófst var boðið upp á hafragraut og í lokin eftir leik var pylsuveisla og kaka.

Keppt var í fjórum flokkum: 15-18 ára pilta og stúlkna, 14 ára og yngri drengja og telpna

Frábærar aðstæður voru til golfleiks, sól og blíða og Leirdalsvöllur skartaði sínu fegursta. Ljóst var að keppendur koma vel undan vetri því árangur margra var frábær. Hér fyrir neðan má sjá úrslit allra keppenda.

Glæsileg verðlaun voru frá Ping, Kringlunni, Margt smátt, Vesturbæjarís og Ölgerðinni. GKG þakkar þeim kærlega fyrir stuðninginn sem og Vigni á Mulligan og hans starfsliði. Einnig þökkum við sjálfboðaliðum í mótsstjórn og dómurum.

Fjölmargar myndir eru á facebook síðu GKG barna- og unglingastarfsins, sjá hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ