Auglýsing

Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG í Hveragerði og Berglind Björnsdóttir úr GR fögnuðu sigri á Egils Gullmótinu sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru. Mótið var þriðja mót keppnistímabilsins 2016-2017 á Eimskipsmótaröðinni. Aðstæður á Hólmsvelli í Leiru voru frábærar alla þrjá keppnisdagana.

„Þetta er frábær tilfinning og ísinn er brotinn á Eimskipsmótaröðinni,“ sagði hinn 19 ára gamli Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG eftir sigurinn á Egils Gullmótinu.

Fannar lék hringina þrjá á fimm höggum undir pari og var hann þremur höggum betri en Ragnar Már Garðarsson frá GKG. Dagbjartur Sigurbrandsson og Ingvar Andri Magnússon, báðir úr GR, deildu þriðja sætinu en þeir eru 14 og 17 ára gamlir.

„Ég setti mér markmið að vera í einu af fimm efstu sætunum. Ég náði að spila vel á öðrum hringnum eftir að hafa verið frekar lengi í gang á fyrsta hringnum. Í dag komst ég að öllum mínum veikleikum og styrkleikum í golfinu. Þolinmæði er í raun lykilatriði á þessum velli, teighöggin eru ekki aðalmálið, heldur annað höggið og mér gekk ágætlega í því,“ sagði Fannar Ingi.

1. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (73-67-71) 211 högg (-5)
2. Ragnar Már Garðarsson, GKG (73-68-73) 214 högg (-2)
3.- 4. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (69-74-72) 215 högg (-1)
3.- 4. Ingvar Andri Magnússon, GR (71-70-74) 215 högg (-1)

Berglind Björnsdóttir úr GR sigraði í kvennaflokki. Berglind lék lokahringinn á 74 höggum eða +2 við nokkuð krefjandi aðstæður en töluverður vindur var á Hólmsvelli í Leiru á lokahringnum. Berglind lék hringina þrjá á +6 samtals og var hún þremur höggum betri en Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR – sem er stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2016.

„Þolinmæði í skemmtilegum vindi alla daga er það sem lýsir þessu móti hjá mér best,“ sagði Berglind en hún ætlar sér stóra hluti í sumar og haust.

„Þetta var nokkuð stöðugt hjá mér og ég bætti sláttinn jafnt og þétt allt mótið. Ég er búin að keppa á þremur mótum til þessa og markmiðið er að keppa eins mikið og hægt er í sumar. Í haust ætla ég að fara í úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. Ég hef æft vel og mikið í vetur, og í sumar ætla ég að bæta enn frekar við keppnisreynsluna með því að keppa eins mikið og hægt er.

1. Berglind Björnsdóttir, GR (77-71-74) 222 högg (+6)
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (71-78-76) 225 högg (+9)
3. Saga Traustadóttir, GR (77 -78-75) 230 högg (+14)
4. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (75-79-79) 233 högg (+17)
5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (77-78-81) 236 högg (+20)
6. Heiða Guðnadóttir, GM (79-80-78) 237 högg (+21)

 

Staðan í mótinu: Berglind Björnsdóttir Myndsethgolfis

Fannar Ingi með eitt högg í forskot fyrir lokahringinn

Fannar Ingi Steingrímsson Myndsethgolfis

Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG lék frábært golf á öðrum keppnisdegi af alls þremur á Egils Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag. Fannar Ingi, sem er 19 ára gamall, lék á 5 höggum undir pari í dag eða 67 höggum og er hann samtals á -4 fyrir lokahringinn.

Ragnar Már Garðarsson úr GKG lék einnig vel en hann er einu höggi á eftir Fannari líkt og þeir Ingvar Andri Magnússon úr GR og Hlynur Bergsson úr GKG. Efstu kylfingar mótsins eru allir undir tvítugu og unga kynslóðin er því að taka völdin á Eimskipsmótaröðinni eins og staðan er núna.

1. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (73-67) 140 (-4)
2.-4. Ragnar Már Garðarsson, GKG (73-68) 141 (-3)
2.-4. Ingvar Andri Magnússon, GR (71-70) 141 (-3)
2.-4. Hlynur Bergsson, GKG (69-72) 141 (-3)

 

Berglind Björnsdóttir Myndsethgolfis

 

Berglind með eitt högg í forskot fyrir lokahringinn á Egils Gullmótinu

Það er útlit fyrir spennandi keppni á lokahringnum á Egils Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi í kvennaflokki. GR-ingarnir Berglind Björnsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru í efstu sætunum og er Berglind með eitt högg í forskot á Ragnhildi. Berglind lék frábært golf í góða veðrinu á Hólmsvelli í Leiru og kom inn á einu höggi undir pari vallar eða 71 höggi. Ragnhildur lék á 78 höggum eftir að hafa leikið á 71 höggi í gær á fyrsta keppnisdeginum.

1. Berglind Björnsdóttir, GR (77-71) 148 (+4)
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (71-78) 149 (+5)
3. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (79-75) 154 (+10)
4.- 5 Saga Traustadóttir, GR (78-77) 155 (+11)
4.- 5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (78-77) 155 (+11)

 

  1. keppnisdagur:

Veðrið lék við keppendur á fyrsta keppnisdeginum af alls þremur á Egils Gullmótinu sem hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Mótið er þriðja mótið á keppnistímabilinu 2016-2017 á Eimskipsmótaröðinni. Aðstæður hjá Golfklúbbi Suðurnesja eru frábærar og keppnisvöllurinn í gríðarlega góðu ástandi miðað við árstíma. Góð skor skiluðu sér í hús í dag og léku alls níu kylfingar undir pari vallar og þar af átta í karlaflokknum.

Þrír kylfingar deila efsta sætinu í karlaflokknum og þar af er einn 15 ára kylfingur úr GR. Dagbjartur Sigurbrandsson heitir drengurinn og lék hann lék á -3 líkt og Gunnar Smári Þorsteinsson sem er 21 árs og Hlynur Bergsson úr GKG sem er 19 ára.

Í kvennaflokknum er Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR í efsta sæti en hún er stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2016. Ragnhildur lék á -1 eða 71 höggi og er hún með fjögurra högg forskot á Gunnhildi Kristjánsdóttur úr GK.

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 71 (-1)
2. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK 75 (+3)
3.-5. Berglind Björnsdóttir, GR 77 (+5)
3.-5. Saga Traustadóttir, GR 77(+5)
3.-5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 77 (+5)

Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is

Staða efstu kylfingar í karlaflokki:
1.-3. Gunnar Smári Þorsteinsson, GR 69 (-3)
1.-3. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 69 (-3)
1.-3. Hlynur Bergsson, GKG 69 (-3)
4. Stefán Már Stefánsson, GR 70 (-2)
5.-8. Dagur Ebenezersson, GM 71 (-1)
5.-8.Theodór Emil Karlsson, GM 71 (-1)
5.-8. Ingvar Andri Magnússon, GR 71 (-1)
5.-8. Nökkvi Gunnarsson, NK 71 (-1)
9.-11. Henning Darri Þórðarson, GK 72
9.-11. Víðir Steinar Tómasson, GA 72
9.-11. Benedikt Sveinsson, GK 72

Gunnar Smári Þorsteinsson. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ