Egils-Gullmótið 2016 Eimskipsmótaröðin.
Egils-Gullmótið 2016 Eimskipsmótaröðin.
Auglýsing

Keppendur á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni koma frá 17 mismundandi klúbbum víðsvegar af landinu. Alls eru 104 kylfingar sem mæta til leiks en keppni hefst á Hólmsvelli í Leiru kl. 7:30 föstudaginn 19. maí.

Rástímana má sjá hér: 

Flestir eru úr GR eða 29 alls, GKG er með 17 keppendur, GM er með keppendur 14 líkt og GK sem er með 14 keppendur.

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er með lægstu forgjöfina í kvennaflokknum eða 0.4. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, var skráð til leiks en hún varð að hætta við þátttöku vegna veikinda sem hafa verið að hrjá hana undanfarna daga.

Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG í Hveragerði er með lægstu forgjöfina í karlaflokknum með -2,5 í forgjöf.

Meðalforgjöfin í karlaflokknum á Egils Gullmótinu er 2,3 og í kvennaflokknum er meðaforgjöfin 4,1.

Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, er elsti keppandinn á mótinu. Björgvin keppir fyrir GA, hann er 64 ára gamall og er með 3,5 í forgjöf. Einar Long úr GR er næst elsti keppandinn en hann er 59 ára. Í kvennaflokknum er Þórdís Geirsdóttir elst en hún er 54 ára gömul og er með 2.6 í forgjöf. Þórdíss hefur einu sinni sigrað á Íslandsmótinu í golfi.

Yngstu keppendurnir á Egils Gullmótinu eru fæddir árið 2003. Böðvar Bragi Pálsson úr GR og Kinga Korpak úr GS eru bæði 14 ára gömul. Ungir kylfingar eru áberandi í keppendahópnum að þessu sinni. Alls eru 38 keppendu í karlaflokknum sem eru 19 ára og yngri og 8 eru 19 ára og yngri í kvennaflokknum.

Meðalaldur keppenda á Egils Gull mótinu er 24 ár í karlaflokknum og 23 ár í kvennaflokknum.

Kristján Þór Einarsson úr GM er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar eftir tvö fyrstu mótin á tímabilinu 2016-2017 sem fram fóru síðasta haust. Kristján sigraði á Honda-Classic mótinu á Akranesi og varð í þriðja sæti á Nýherjamótinu í Vestmanneyjum. Kristján Þór getur ekki verið með um helgina á Egils Gullmótinu þar sem hann er að taka sveinspróf í húsasmíði á sama tíma og mótið fer fram. 

Staða efstu kylfinga á Eimskipsmótaröðinni eftir tvö mót 2016-2017:

Karlar:

 1. Kristján Þór Einarsson, GM 1500.00 stig.
 2. Tumi Hrafn Kúld, GA 1262.50 stig.
 3. Hrafn Guðlaugsson, GSE 907.50 stig.
 4. Andri Már Óskarsson, GHR 729.17 stig.
 5. Heiðar Davíð Bragason, GHD 700.00 stig.
 6. Stefán Már Stefánsson, GR 622.50 stig.
 7. Jóhannes Guðmundsson, GR 583.67 stig.
 8. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 500.00 stig.
 9. Þórður Rafn Gissurarson, GR 466.67 stig.

Í kvennaflokknum er Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR efst á stigalistanum eftir tvö fyrstu mótin. Ragnhildur varð önnur á Nýherjamótinu í Vestmannaeyjum en sigraði á Honda-Classic mótinu á Akranesi.

Konur:

 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 1700.00 stig.
 2. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 1150.00 stig.
 3. Berglind Björnsdóttir, GR 1000.00 stig.
 4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 825.00 stig.
 5. Saga Traustadóttir, GR 550.00 stig.
 6. Eva Karen Björnsdóttir, GR 550.00 stig.
 7. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR 425.00 stig.
 8. Kristín María Þorsteinsdóttir, GM 360.00 stig.
 9. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 360.00 stig.
Golfklúbbur Fjöldi keppenda á Egils Gullmótinu
Golfklúbbur Hveragerðis 1
Golfklúbbur Selfoss 1
Golfklúbbur Öndverðarness 1
Golfklúbbur Setbergs 1
Golfklúbbur Hornafjarðar 1
Golfklúbburinn Hellu 1
Nesklúbburinn 1
Golfklúbburinn Leynir 1
Golfklúbbur Vestmanneyja 3
Golfklúbburinn Hamar Dalvík 3
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 3
Golfklúbbur Suðurnesja 4
Golfklúbbur Akureyrar 9
Golfklúbburinn Keilir 14
Golfklúbbur Mosfellsbæjar 14
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 17
Golfklúbbur Reykjavíkur 29


 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ