Bjarki Pétursson, Gísli Sveinbergsson.
Auglýsing

Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili keppa í landsúrslitum bandaríska háskólagolfsins. Lokaúrslit NCAA hefjast á föstudaginn og þeir félagar leika báðir með Kent háskólaliðinu sem er í 11. sæti á styrkleikalista NCAA.

Bjarki og Gísli eru báðir á topp 100 listanum yfir bestu kylfingana í bandaríska háskólagolfinu. Bjarki er í 94. sæti og Gísli er í 100. Sæti. Þeir eiga báðir eftir tvö ár í námi sínu í Kent háskólanum og líkurnar eru góðar að þeir bæti stöðu sína enn frekar á þessum lista á næstu misserum.

Keppt verður um NCAA meistaratitilinn í karlaflokki hjá Northern Illinois University dagana 26.-31. Maí.

Keppnisfyrirkomulagið er þannig:

Föstudagur 26. maí:
30 lið sem keppa í höggleik í liðakeppni + einstaklingskeppni.

Laugardagur 27. maí:
30 lið sem keppa í höggleik í liðakeppni + einstaklingskeppni.

Sunnudagur 28. maí:
30 lið sem keppa í höggleik í liðakeppni + einstaklingskeppni.

Mánudagur 29. maí:
15 lið sem keppa í höggleik í liðakeppni + einstaklingskeppni.

Þriðjudagur 30. maí:
8 lið sem keppa í höggleik í liðakeppni + úrslitin ráðast í einstaklingskeppni.

Miðvikudagur 31. maí:
2 lið sem keppa til úrslita um meistaratitilinn.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ