Auglýsing

Forskot, afrekssjóður, mun styðja við bakið á alls fimm atvinnukylfingum á árinu 2024.

Forskot hefur frá árinu 2012 úthlutað styrkjum til afrekskylfinga og er úthlutunin í ár sú 13. í röðinni.
Að sjóðnum standa: Eimskip, Íslandsbanki, Icelandair, Vörður tryggingar, Bláa Lónið og Golfsamband Íslands.

Frá stofnun sjóðsins hefur markmiðið að gera styrkþegum auðveldara fyrir að æfa og keppa við bestu skilyrði í samræmi við það sem gerist á alþjóðlegum vettvangi í golfíþróttinni.

Axel Bóasson, Bjarki Pétursson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús og Ragnhildur Kristinsdóttir fá úthlutað úr sjóðnum í ár.

Axel Bóasson er fæddur árið 1990 og hann hefur þrívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi.  Axel gerðist atvinnukylfingur árið 2013. Axel er með keppnisrétt á Challenge Tour mótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Bjarki Pétursson er fæddur árið 1994 og hann varð Íslandsmeistari árið 2020. Bjarki hefur verið atvinnukylfingur árið 2019 en hann með keppnisrétt á Nordic Golf League.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er fædd árið 1994 og hún gerðist atvinnukylfingur árið 2018. Guðrún Brá hefur þrívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi. Guðrún Brá tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni árið 2020 eftir að hafa leikið á LET Access mótaröðinni frá árinu 2018. Guðrún Brá er með keppnisrétt á LET Access mótaröðinni á þessu tímabili.

Haraldur Franklín Magnús er fæddur árið 1991 en hann gerðist atvinnukylfingur árið 2017. Hann er með keppnisrétt á Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, sem er næst efsti styrkleikaflokkur hjá atvinnukylfingum í karlaflokki í Evrópu. Haraldur Franklín, varð Íslandsmeistari í golfi árið 2012, og mun hann leika á fjölmörgum mótum á Challenge Tour á keppnistímabilinu.

Ragnhildur Kristinsdóttir er fædd árið 1997 og er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi. Hún er á sínu öðru ári sem atvinnukylfingur. Ragnhildur fór í úrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröðina í annað sinn í desember á síðasta ári. Hún er með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni á þessu tímabili, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu hjá atvinnukonum í golfi.

Markmiðið með stofnun Forskots afrekssjóðs árið 2012 var að búa til reynslu og þekkingarbrunn sem skili sér til kylfinga framtíðarinnar og ungir kylfingar geti litið til í sínum framtíðaráætlunum.

Ríkar kröfur eru gerðar til þessara íþróttamanna um ráðstöfun styrkjanna. Ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín auk þess sem gerðir eru sérstakir samningar við hvern kylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar.

Þeir kylfingar sem fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði eru sterkar fyrirmyndir. Það að eiga afreksmenn í íþróttum er stór og mikilvægur þáttur í því að fá börn og unglinga til að sinna íþróttum. Því er litið á sjóðinn sem mikilvægt skref til að efla íþróttir barna og unglinga og hvetja þau til dáða.

Einn fulltrúi frá þeim sem aðild eiga að Forskoti er í stjórn sjóðsins og auk þess hefur stjórn sér til ráðgjafar fagteymi sem gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðnum.

2024

Axel Bóasson.
Bjarki Pétursson.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Haraldur Franklín Magnús.
Ragnhildur Kristinsdóttir

2023
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Haraldur Franklín Magnús.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Axel Bóasson.
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Bjarki Pétursson.

2022
Haraldur Franklín Magnús.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Axel Bóasson.
Aron Snær Júlíusson.

2021
Bjarki Pétursson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Haraldur Franklín Magnús.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

2020
Bjarki Pétursson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Haraldur Franklín Magnús .
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

2019
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Birgir Leifur Hafþórsson.
Axel Bóasson.
Andri Þór Björnsson.
Haraldur Franklín Magnús.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

2018
Andri Þór Björnsson.
Axel Bóasson.
Birgir Leifur Hafþórsson.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Haraldur Franklín Magnús.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

2017
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Birgir Leifur Hafþórsson.
Axel Bóasson.
Andri Þór Björnsson.
Haraldur Franklín Magnús.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

2016
Axel Bóasson.
Birgir Leifur Hafþórsson.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Þórður Rafn Gissurarson.

2015
Axel Bóasson.
Birgir Leifur Hafþórsson.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafur Björn Loftsson.
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Þórður Rafn Gissurarson.

2014
Birgir Leifur Hafþórsson.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafur Björn Loftsson.
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Axel Bóasson.
Kristján Þór Einarsson.

2013
Birgir Leifur Hafþórsson.
Ólafur Björn Loftsson.
Þórður Rafn Gissurarson.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Axel Bóasson.
Einar Haukur Óskarsson.

2012
Birgir Leifur Hafþórsson.
Tinna Jóhannsdóttir.
Stefán Már Stefánsson.
Ólafur Björn Loftsson
Þórður Rafn Gissurarson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ