Auglýsing

Mark Taylor var með viðamikla fræðslu – og sýnikennslu í PGA golfkennaraskólanum dagana 2.-4. febrúar s.l. Taylor hefur á undanförnum árum stýrt útbreiðsluverkefnum EDGA í golfíþróttinni fyrir fatlað fólk. Taylor er starfsmaður hjá EDGA, og hann starfar einnig sem ráðgjafi hjá R&A í Skotlandi í útbreiðsluverkefnum.

Óhætt er að segja að Taylor hafi náð vel til nemenda og þátttakenda í íþróttamiðstöð GKG.

Golfsamband Íslands stóð að komu Taylor til landsins í samstarfi við GSFÍ, ÍF, R&A og PGA á Íslandi.

Nemendur í PGA – golfkennaraskólanum fengu tækifæri til þess að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum – og fjölmargir kylfingar komu í heimsókn og fengu góð ráð frá Taylor og nemendum golfkennaraskólans.

Taylor er frá Englandi og er vel þekktur á heimsvísu sem PGA golfkennari. Hann hefur starfað við fagið í rúmlega þrjá áratugi.

Í fyrirlestrum sínum og kennslu kynnti Taylor þá fjölmörgu möguleika og aðferðir sem hægt er að nýta til þess að koma golfíþróttinni til einstaklinga sem hafa hingað til ekki talið að golf sé valkostur sem íþrótt. Taylor kynnti einnig útbreiðsluverkefnið EDGA 8-Stage en Golfsamband Íslands mun ýta því verkefni úr vör hér á landi.

EDGA (áður European Disabled Golf Association) eru félagasamtök sem stofnuð voru árið 2000 í Hollandi. Alls eru 28 golfsambönd aðilar að EDGA en útbreiðsla golfíþróttarinnar sem valkostur fyrir fyrir fatlað fólk er í aðalhlutverki hjá EDGA. R&A, IGF, European Tour og EGA hafa einnig nýtt sér þekkingu EDGA í útbreiðsluverkefnum á þeirra vegum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ