Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur sigrað oftast á Íslandsmótinu í holukeppni í karlaflokki alls fjórum sinnum. Birgir er á meðal keppenda á Securitasmótinu – Íslandsmótinu í holukeppni sem hófst snemma í morgun á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Leiknar verða 36 holur á hverjum degi á þremur keppnisdögum og þeir kylfingar sem leika til úrslita á mótinu leika því allt að 108 holur eða sem nemur sex 18 holu golfhringjum.

Mótið er fjórða mótið á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR hefur titil að verja en hann er ekki á meðal keppenda þar sem hann hefur ekki fengið stig á Eimskipsmótaröðinni  á þessu tímabili.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að keppendum er raðað niður í átta riðla og eru fjórir kylfingar í hverjum riðli. Í riðlakeppninni leika allir kylfingarnir þrjá leiki og sigurvegararnir í hverjum riðli komast í átta manna úrslit. Raðað er í riðla eftir stöðu keppenda á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar.

Ragnar Már Garðarsson úr GKG, stigahæsti kylfingurinn í karlaflokki, er fjarverandi vegna verkefna erlendis en hann sigraði á tveimur fyrstu mótunu á Eimskipsmótaröðinni.

Alls eru fjórir kylfingar á meðal keppenda sem hafa fagnað sigri á Íslandsmótinu í holukeppni, Birgir Leifur, Kristján Þór Einarsson úr Kili, Haraldur Franklín Magnús úr GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR. Haraldur og Arnór Ingi eru saman í riðli 4.

Björgvin Sigurbergsson úr Keili hefur sigrað þrívegis á þessu móti en fyrst var keppt árið 1988 og þá sigraði Úlfar Jónsson og hann sigraði í annað sinn árið 1993.

Sigurvegar úr riðli 1 og 8 mætast í átta manna úrslitum, og aðrar viðureignir eru sigurvegarar úr riðli 2 og 7, 3 og 6, 4 og 5.

Krístján Þór Einarsson GKj

Riðlarnir í karlaflokknum eru þannig skipaðir:

Riðill 1: Kristján Þór Einarsson (2009) (GKj.), Arnar Snær Hákonarson(GR), Ari Magnússon (GKG), Helgi Anton Eiríksson (GR).

Riðill 2: Gísli Sveinbergsson (GR), Benedikt Árni Harðarson (GK), Emil Þór Ragnarsson (GKG), Ísak Jasonarson (GK).

Riðill 3: Bjarki Pétursson (GB), Alfreð Brynjar Kristinsson (GKG), Árni Freyr Hallgrímsson (GR), Ingi Rúnar Gíslason (GS).

Riðill 4: Haraldur Franklín Magnús (2012) (GR), Birgir Björn Magnússon (GK), Arnór Ingi Finnbjörnsson (GR) (2011), Guðni Fannar Carrico (GS).

Riðill 5: Andri Þór Björnsson (GR), Heiðar Davíð Bragason (GHD), Benedikt Sveinsson (GK), Gísli Þór Þórðarson (GR).

Riðill 6: Rúnar Arnórsson (GK), Sigmundur Einar Másson (GKG), Örvar Samúelsson (GR), Hrafn Guðlaugsson (GSE).

Riðill 7: Aron Snær Júlíusson (GKG), Andri Már Óskarsson (GHR), Stefán Már Stefánsson (GR), Birgir Guðjónsson (GR).

Riðill 8: Birgir Leifur Hafþórsson (1994, 1996, 2004, 2010) (GKG), Stefán Þór Bogason (GR), Daníel Hilmarsson (GKG), Pétur Freyr Pétursson (GKB).

Haraldur Franklín Magnús

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ