/

Deildu:

Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson heimsótti Dalvíkinga í liðinni viku til að miðla að reynslu sinni til ungra kylfinga. Hann  hitti þar fyrir kylfinga úr úrvalshóp Norðurlands og var með æfingu fyrir hópinn.

Dagurinn var tekinn snemma og byrjaði á því að skoða aðstæður í fylgd Heiðars Davíðs, inniaðstaðan var m.a skoðuð og var það mat Birgis að hún væri ein sú glæsilegasta á landinu.

Á golfvelli þeirra Dalvíkinga skipulögðu þeir félagar æfingu þar sem var spilaðar 9 holur æfingahringur og stuttaspilsvöllur enda stutta spilið mikilvægt.  Þemað var að æfa sig með einum bolta í keppnislægu formi sem er gríðarlega mikilvægt að gera sem oftast, enda koma þá styrkleikar og veikleikar hvers spilara og geta þeir þá ásamt þjálfara sínum skipulagt æfingar sínar í kringum það.

„Það var gaman að sjá spilarana í action og fá að spjalla við þau og miðla af minni reynslu og er aðdáunarvert að sjá dugnaðinn og eljusemina hjá krökkunum.  Enda árangurinn frábær hjá þeim í mótunum. Heiðar Davíð er að gera flotta hluti og er frábær með krakkana.“ sagði Birgir Leifur í stuttu spjalli eftir heimsóknina.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ