/

Deildu:

Auglýsing

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili og Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili eru Íslandsmeistarar í holukeppni 2014. Tinna hafði betur í leik gegn Karen Guðnadóttur úr Golfklúbbi Suðurnesja en sá leikur endaði 5/4. Kristján Þór atti kappi við Bjarka Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og eftir harða baráttu þar sem kylfingarnir skiptust á að hafa forystu náði Kristján yfirhöndinni og sigraði að lokum 2/1.

í leikjum um þriðja sætið léku í karlaflokki þeir Stefán Már Stefánsson og Haraldur Franklín Magnús báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur en þar hafði Stefán Már betur 2/1 og þriðja sætið varð hans. Í kvennaflokki léku þær Heiða Guðnadóttir úr Golfklúbbnum Kili og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili þar sem Guðrún Brá hafði betur 2/0.

Securitas mótið Íslandsmótið í holukeppni er fjórða mót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni en næsta mót er sjálft Íslandsmótið í golfi, Eimskipsmótið. Það er Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sem heldur Íslandsmótið en klúbburinn fagnar í ár 20 ára afmæli.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ