Auglýsing

Keppni stendur yfir á fjórum keppnisstöðum í Evrópu þar sem að íslensk landslið taka þátt á Evópumóti áhugamanna.

Öll fjögur landsliðin eru skipuð áhugakylfingum og öll liðin keppa í efstu deild. Mótin fara fram á sama tíma, 9.-13. júlí

Hér fyrir neðan eru hlekkir þar sem að skor keppenda er uppfært:

Hér eru myndir af landsliðskylfingunum í þessum fjórum landsliðum:

Karlandsliðið keppir á EM 9.-13. júlí í Svíþjóð:
Nánari upplýsingar um mótið hér:

Kvennalandsliðið keppir á EM, 9.-13. júlí á Ítalíu:
Nánari upplýsingar um mótið hér:

Piltalandsliðið keppir á EM, 9.-13. júlí í Frakklandi:
Nánari upplýsingar um mótið hér:

Stúlknalandsliðið keppir á EM, 9.-13. júlí á Spáni:
Nánari upplýsingar um mótið hér:

Karlalandslið Íslands:

Staðan eftir 3. keppnisdag:

Ísland endað í 11. sæti af alls 16 þjóðum á +18 samtals í höggleiknum:

21.-26. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 72-72 (par)
27.-41. sæti: Bjarki Pétursson, GKB 68-77 högg (+1)
64. sæti: Gísli Sveinbergsson, GK 72-77 högg (+5)
65.-70. sæti: Birgir Björn Magnússon, GK 75-75 högg (+6)
65.-70. sæti: Aron Snær Júlíusson, GKG 76-74 högg (+6)
86.-90. sæti: Rúnar Arnórsson, GK 78-77 högg (+11)

Ísland leikur í B-riðli í holukeppninni gegn Frakklandi, Slóveníu, Finnlandi, Austurríki, Tékklandi, Hollandi og Belgíu.

Ísland lék gegn Tékklandi í 1. umferð í keppni um sæti 9-16. Ísland sigraði þar 4/1 og tryggði sér þar með keppnisrétt í deild þeirra bestu að ári á EM áhugakylfinga. Ísland leikur gegn Belgíu í dag í undanúrslitum í B-riðli. Þjóðirnar sem enda í 13 efstu sætunum halda keppnisrétti sínum í efstu deild EM og Ísland hefur nú þegar tryggt sér það sæti.

Karlandsliðið keppir á EM 9.-13. júlí í Svíþjóð:
Nánari upplýsingar um mótið hér:

Karlalandslið Íslands 2019: Birgir Björn Magnússon, Aron Snær Júlíusson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Rúnar Arnórsson, Bjarki Pétursson, Gísli Sveinbergsson, Ólafur Björn Loftsson liðsstjóri.

Kvennalandslið Íslands:

Staðan eftir 3. keppnisdag:

Ísland endaði í 19. sæti af alls 20 þjóðum á + 42 samtals í höggleiknum.

37.-45. sæti: Helga Kristín Einarsdóttir, GK 74-71 högg (+1)
74.-79. sæti: Andrea Bergsdóttir, GKG 74-76 högg (+6)
80.-87. sæti: Saga Traustadóttir, GR 72-79 högg (+7)
97.-100. sæti: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 77-78 högg +11
112.-115. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 78-83 högg (+17)
117. sæti: Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 80-84 högg (+20)

Ísland leikur um sæti 17.-20 gegn Belgíu, Hollandi og Tyrklandi. Fyrsti leikurinn var gegn Hollandi sem tapaðist 4/1. Ísland leikur gegn Belgíu í dag.

Kvennalandsliðið keppir á EM, 9.-13. júlí á Ítalíu:
Nánari upplýsingar um mótið hér:


Kvennalandslið Íslands 2019: Helga Kristín Einarsdóttir, Saga Traustadóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Gregor Brodie. Á myndina vantar Andreu Bergsdóttur.


Piltalandslið Íslands 2019

Staðan eftir 3. keppnisdag:

Ísland endaði í 16. sæti og því neðsta á +61 samtals eftir 2 fyrstu keppnisdagana.

39-43. sæti: Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 76-73 högg +7
44.-49. sæti: Kristófer Karl Karlsson, GM 79-71 högg +8
83.-85. sæti: Böðvar Bragi Pálsson, GR 84-72 högg +14
83.-85. sæti: Jón Gunnarsson, GKG 77-79 högg +14
95. sæti: Aron Emil Gunnarsson, GOS 81-81 högg +20
96. sæti: Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 84-79 högg +21

Ísland leikur um sæti 9.-16. Fyrsti leikurinn var gegn Tékklandi, önnur lið í riðlinum eru; Noregur, Portúgal, Austurríki, Holland, Danmörk og Finnlandi.

Ísland tapaði 4/1 gegn Tékklandi þar sem að Kristófer Tjörvi Einarsson sigraði í sínum leik.

*Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, gat ekki gefið kost á sér í þetta verkefni. 

Piltalandsliðið keppir á EM, 9.-13. júlí í Frakklandi:
Nánari upplýsingar um mótið hér:

Piltalandslið Íslands 2019: Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ, Davíð Gunnlaugsson liðsstjóri, Sigurður Bjarki Blumenstein, Böðvar Bragi Pálsson, Kristófer Karl Karlsson, Aron Emil Gunnarsson, Kristófer Tjörvi Einarsson og Jón Gunnarsson.


Stúlknalandslið Íslands:

Staðan eftir 2. hring:

Ísland endaði í 18. sæti og því neðsta á +131 höggum yfir pari.

77.-79. sæti: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, 83-79 högg + 18
88.-89. sæti: Eva María Gestsdóttir, GKG, 85-81 högg +22
95.-97. sæti: Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, 87-81 högg +24
103. sæti: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 89-88 högg +33
104. sæti: Árný Eik Dagsdóttir, GKG, 90-88 högg +34
107. sæti: Ásdís Valtýsdóttir, GR 94-89 högg +39

Ísland leikur um sæti 16-18 gegn Slóvakíu og Finnlandi. Ísland og Finnland mættust í 1. umferð í holukeppninni. Þar sigraði Finnland 5/0.

Stúlknalandsliðið keppir á EM, 9.-13. júlí á Spáni:
Nánari upplýsingar um mótið hér:

Stúlknalandslið Íslands 2019: Derric Moore liðsstjóri. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Árný Eik Dagsdóttir Eva María Gestsdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Ásdís Valtýsdóttir. Á myndina vantar Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur.


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ