Auglýsing

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 50 ára og eldri tók þátt á Evrópumótinu sem fram fór á Black Sea Rama golfsvæðinu í Búlgaríu. Um var að ræða liðakeppni þar sem að keppt var í höggleik fyrstu tvo keppnisdagana þar sem að fimm bestu skorin töldu. Alls tóku 13 þjóðir þátt.

Að höggleikskeppninni lokinni tók við holukeppni þar sem að liðunum var skipt upp í riðla eftir árangri þeirra í höggleikskeppninni. Í holukeppninni var leikinn einn fjórmenningsleikur og fjórir tvímenningsleikir. Ísland lék í B-riðli í holukeppninni.

Spánverjar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum en Ísland endaði í 12. sæti.

Nánari upplýsingar um úrslit leikja eru hér fyrir neðan.

Smelltu hér fyrir stöðu og úrslit.

<strong>Evrópumeistaralið Spánar 2021 <strong>
<strong>Íslenska landsliðið +50 kvenna 2021 <br>Frá vinstri Kristín Þórdís Ragnheiður Anna Snædís Steinunn og María Málfríður MyndEGA<strong>

Landslið Íslands í kvennaflokki +50 var þannig skipað:

Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK
Kristín Sigurbergsdóttir, GK
María Málfríður Guðnadóttir, GKG
Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG
Steinunn Sæmundsdóttir, GR
Þórdís Geirsdóttir, GK

Smelltu hér fyrir stöðu og úrslit.

5. keppnisdagur.

Ísland mætti Tékkum í lokaumferðinni þar sem að þjóðirnar kepptu um 11.-12. sætið. Þar hafði Tékkland betur 4-1 í spennandi leik.


Í fjórmenningsleiknum léku María Málfríður Guðnadóttir og Kristín Sigurbergsdóttir en sá leikur tapaðist 3/2.
Þórdís Geirsdóttir sigraði örugglega 8/7 í fyrsta tvímenningsleiknum,.
Ragnheiður Sigurðardóttir tapaði naumlega 1/0 í öðrum tvímenningsleiknum.
Anna Snædís Sigmarsdóttir tapaði 5/4 í þriðja tvímenningsleiknum.
Steinunn Sæmundsdóttir tapaði naumlega 1/0 í fjórða og síðasta tvímenningsleiknum. s

4. keppnisdagur.

Ítalía var mótherji Íslands í 2. umferð riðlakeppninnar en báðar þjóðirnar sigruðu í 1. umferð. Ítalía sigraði Ísland í þessum leik með 4 vinningum gegn 1.

María Málfríður Guðnadóttir og Kristín Sigurbergsdóttir gerðu jafntefli í fjórmenningsleiknum.
Þórdís Geirsdóttir gerði jafntefli í fyrsta tvímenningsleiknum.
Steinunn Sæmundsdóttir tapaði 7/8 öðrum tvímenningsleiknum.
Anna Snædís Sigmarsdóttir tapaði 5/4 í þriðja tvímenningsleiknum.
Ragnheiður Sigurðardóttir tapaði 5/4 í fjórða og síðasta tvímenningsleiknum.

3. keppnisdagur.

Ísland lék í riðli B um sæti 9-13. Slóvenía var fyrsti mótherji Íslands í riðlakeppninni. Þar sigraði Ísland örugglega 4-1.
Kristín Sigurbergsdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir sigruðu 2/0 í fjórmenningsleiknum.
Þórdís Geirsdóttir sigraði örugglega 6/4 í fyrsta tvímenningsleiknum.
María Málfríður Guðnadóttir tapaði 2/1 í öðrum tvímenningsleiknum.
Ragnheiður Sigurðardóttir sigraði 3/2 í þriðja tvímenningsleiknum.
Steinunn Sæmundsdóttir sigraði 4/2 í fjórða og siðasta tvímenningsleiknum.

1. og 2. keppnisdagur.

Í höggleikskeppninni léku íslensku keppendurnir á eftirfarandi skori.
60. sæti: Þórdís Geirsdóttir +28 (90-82)
60. sæti: María Málfríður Guðnadóttir +28 (82-90)
63. sæti: Ragnheiður Sigurðardóttir +29 (88-85)
63. sæti: Steinunn Sæmundsdóttir +29 (86-87)
72. sæti: Anna Snædís Sigmarsdóttir +42 (93-93)
76. sæti: Kristín Sigurbergsdóttir +47 (94-97)

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ