Auglýsing

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 50 ára og eldri tók þátt á Evrópumótinu sem fram fer á Sedin golfsvæðinu í Slóvakíu. Um var að ræða liðakeppni þar sem að keppt var í höggleik fyrstu tvo keppnisdagana þar sem að fimm bestu skorin telja. Alls tóku 23 þjóðir þátt á EM 2021 og endaði Ísland í 12. sæti en Þjóðverjar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum.

Að því loknum höggleiknum tók við holukeppni þar sem að liðunum var skipt upp í riðla eftir árangri þeirra í höggleikskeppninni. Í holukeppninni var einn fjórmenningsleikur og fjórir tvímenningsleikir.

Þýskaland og Frakkland léku til úrslita þar sem að Þjóðverjar höfðu betur 3-2. Írlandi varð í þriðja sæti eftir 3 1/2 – 1 1/2 sigur gegn Englendingum.

Ísland endaði í 14. sæti í höggleikskeppninni og lék því í B-riðli þar sem að keppt var um sæti nr. 9.-16.

Ísland sigraði Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar en tapaði hinum tveimur viðureignunum og endaði í 12. sæti. Nánari upplýsingar um úrslit leikja hér fyrir neðan.

Lokastaðan:


1. Þýskaland
2. Frakkland
3. Írland
4. England
5. Svíþjóð
6. Spánn
7. Danmörk
8. Finnland
9. Skotland
10. Ítalía
11. Noregur
12. Ísland
13. Sviss
14. Holland
15. Austurríki
16. Belgía
17. Tékkland
18. Slóvakía
19. Pólland
20. Lúxemborg
21. Slóvenía
22. Litháen

Efri röð frá vinstri: Gunnar Páll, Frans Páll, Ólafur Hreinn,
Neðri röð frá vinstri: Sigurbjörn, Tryggvi og Halldór Sævar. Mynd/EGA
Evrópumeistaralið Þjóðverja. Mynd/EGA.

Landslið Íslands í karlaflokki +50 var þannig skipað:

Frans Páll Sigurðsson, GR 
Gunnar Páll Þórisson, GKG 
Halldór Sævar Birgisson, GHH
Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE
Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB 
Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ 

5. keppnisdagur

Noregur var mótherji Íslands í lokaumferðinni þar sem að þjóðirnar kepptu um sæti nr. 11-12. Þar hafði Noregur betur 4-1 og ljóst að Ísland endaði í 12. sæti.
Gunnar Páll Þórisson og Frans Páll Sigurðsson léku í fjórmenningsleiknum sem tapaðist naumlega 2/1.
Ólafur Hreinn Jóhannesson tapaði 3/2 í fyrsta tvímenningsleiknum.
Tryggvi Valtýr Traustason gerði jafntefli í öðrum tvímenningsleiknum.
Halldór Sævar Birgisson tapaði 5/3 í þriðja tvímenningsleiknum.
Sigurbjörn Þorgeirsson gerði jafntefli í fjórða og síðasta tvímenningsleiknum.

4. keppnisdagur

Ítalía var næsti mótherji Íslands í 2. umferði riðlakeppninnar. Þar hafði Ítalía betur 3 1/2 – 1 1/2.

Þar léku Ólafur Hreinn Jóhannesson og Gunnar Páll Þórisson í fjórmenningnum en sú viðureign tapaðist 3/1.
Tryggvi Traustason tapaði 7/5 í sinni viðureign í fyrsta tvímenningsleiknum.
Sigurbjörn Þorgeirsson lagaði stöðu Íslands með 1/0 sigri í öðrum tvímenningsleiknum.
Frans Páll Sigurðsson tapaði 6/4 í þriðja tvímenningsleiknum.
Halldór Sævar Birgisson náði 1/2 stigi í fjórða og síðasta tvímenningsleiknum gegn Ítalíu.

3. keppnisdagur

Ísland lék gegn Austurríki í 1. umferð í B-riðlinum. Þar léku Gunnar Páll og Ólafur Hreinn í fjórmenningnum og tapaðist sú viðureign naumlega 1/0.

Tryggvi sigraði andstæðin sinn í spennandi leik 1/0 í fyrsta tvímenningsleiknum.
Sigurbjörn Þorgeirsson tapaði naumlega 2/1 í öðrum tvímenningsleiknum.
Frans Páll Sigurðsson sigraði í sinni viðureign í þriðja tvímenningsleiknum 1/0.
Halldór Sævar Birgisson gulltryggði sigurinn með glæsilegum 4/3 sigri í fjórða og síðasta leiknum.

1. og 2. keppnisdagur.

Í höggleikskeppninni endaði Ísland í 14. sæti og lék því í B-riðli um sæti 9.-16.

Sigurbjörn Þorgeirsson lék best íslensku keppendana í höggleikskeppninni en hann lék hringina tvo á 1 höggi yfir pari vallar samtals – sem skilaði honum í 14. sæti.

Halldór Sævar Birgisson varð í 67. sæti á +10 samtals (76-80).
Frans Páll Sigurðsson varð í 80. sæti á +13 samtals (79-80).
Tryggvi Valtýr Traustason endaði í 91. sæti á +16 samtals (80-82).
Ólafur Hreinn Jóhannesson endaði í 97. sæti á +17 samtals (85-78).
Gunnar Páll Þórisson endaði í 114. sæti á +22 samtals (81-87)

Smelltu hér fyrir lokastöðu og úrslit.

Alls tóku 23 þjóðir þátt á EM 2021 í liðakeppni +50 í karlaflokki.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ