Frá 11. flöt á Korpúlfsstaðavelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Reykjavík Junior Open í samvinnu við Ísey skyr fór fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sunnudaginn 5. september. Alls tóku 115 keppendur þátt og komu þeir frá ýmsum stöðum á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GR.

Aðstæður voru krefjandi – hvassviðri og rigning, en ungu kylfingarnir stóðu sig eins og hetjur og spiluðu flott golf.

Keppnin var mjög spennandi í mörgum flokkum en keppt var í ýmsum aldursflokkum en elstu keppendurnir eru á 21. ári.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki í höggleik, flestu punktana í hverjum flokki og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarsins.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

14 ára og yngri stúlkur

Reykjavík Junior Open
<strong>Frá vinstri Derrick Moore þjálfari hjá GR Fjóla Margrét Pamela Ósk Þóra og Lovísa Huld <strong>
  1. Pamela Ósk Hjaltadóttir GR 76 högg
  2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS 79 högg
  3. Þóra Sigríður Sveinsdóttir GR 81 högg – Vann í bráðabana
    Flestir punktar Lovísa Huld Gunnarsdóttir GSE 41 punktur

14 ára og yngri strákar

Reykjavík Junior Open
<strong>Frá vinstri Derrick Moore þjálfari hjá GR Snorri Máni Arnar Daði og Nói<strong>
  1. Arnar Daði Svavarsson GKG 75 högg
  2. Snorri Hjaltason GKG 76 högg
  3. Máni Freyr Vigfússon GK 79 högg – Vann í bráðabana

    Flestir punktar Nói Árnason GR 40 punktar

15-16 ára stelpur

<strong>Frá vinstri Derrick Moore þjálfari hjjá GR Perla Sól Berglind Erla Sara og Berglind Ósk <strong>
  1. Berglind Erla Baldursdóttir 76 högg GM – Vann í bráðabana
  2. Perla Sól Sigurbransdóttir GR 76 högg
  3. Sara Kristinsdóttir GM 81 högg

    Flestir punktar Berglind Ósk Geirsdóttir GR 40 punktar

15-16 ára strákar

<strong>Frá vinstri Derrick Moore þjálfari hjá GR Elías Ágúst Gunnlaugur Árni Brynjar Logi og Fannar <strong>
  1. Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG 70 högg
  2. Elías Ágúst Andrason GR 74 högg
  3. Brynjar Logi Bjarnþórsson GK 76 högg
    Flestir punktar Fannar Grétarsson GR 41 punktur

17-18 ára stúlkur

Reykjavík Junior Open
<strong>Frá vinstri Derrick Moore þjálfari hjá GR Nína Margrét Katrín Sól Bjarney ósk og Viktoría Von<strong>
  1. Katrín Sól Davíðsdóttir GM 76 högg
  2. Nína Margrét Valtýsdóttir GR 78 högg
  3. Bjarney Ósk Harðardóttir GR 85 högg

    Flestir punktar Viktoría Von Ragnarsdóttir 27 punktar

17-18 ára strákar

<strong>Frá vinstri Derrick Moore þjálfari hjá GR Björn Viktor Heiðar Snær og Bjarni Þór <strong>
  1. Heiðar Snær Bjarnason GOS 69 högg
  2. Björn Viktor Viktorsson GL 74 högg
  3. Bjarni Þór Lúðvíksson GR 75 högg

    Flestir punktar Arnór Már Atlason GR 31 punktur

19-21 árs piltar

Reykjavík Junior Open
<strong>Frá vinstri Derrick Moore þjálfari hjá GR Orri Snær Logi Anton Elí og Ólafur Marel<strong>
  1. Logi Sigurðsson GS 73 högg
  2. Orri Snær Jónsson NK 76 högg
  3. Anton Elí Einarsson GB 80 högg
    Flestir punktar Ólafur Marel Árnason NK 37 punktar

19-21 árs stúlkur

Ásdís Valtýsdóttir GR 77 högg

Nándarverðlaun

3.braut: Halldór Viðar Gunnarsson 2,7 m

6.braut: Brynja Dís Viðarsdóttir 1,21 m

9.braut: Logi Sigurðsson 2,29 m

13.braut: Sara Kristinsdóttir 1,68 m

17.braut: Ólafur Marel 1,08 cm

Við þökkum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og vinningshöfum til hamingju með sinn árangur í mótinu. Isey skyr styrktaraðili Reykjavík Junior Open fær einnig þakkir fyrir að gera mótið að veruleika með okkur. Nándarverðlaunahafa geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu klúbbsins.

Golfklúbbur Reykjavíkur og Ísey skyr

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ