Auglýsing

Þrír íslenskir atvinnukylfingar eru á meðal keppenda á Big Green Egg German Challenge mótinu sem fram fer á Wittelsbacher vellinum í Þýskalandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, ChallengeTour.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Andri Þór Björnsson (GR) og Bjarki Pétursson (GKG) hefja leik á fimmtudaginn, 8. september, en leiknar verða 72 holur á fjórum keppninsdögum.

Smelltu hér fyrir skor, rástíma og úrslit og aðrar upplýsingar.

Bjarki hefur leikið á sex mótum á þessu tímabili. Hann hefur náð í gegnum niðurskurðinn á einu móti og besti árangur hans er 66. sæti. Nánar um árangur Bjarka – smelltu hér.

Andri hefur leikið á sex mótum á þessu tímabili. Hann hefur ekki náð í gegnum niðurskurðinn á fyrstu sex mótunum. Nánar um árangur Andra – smelltu hér.

Guðmundur Ágúst hefur leikið á 13 mótum á tímabilinu. Hans besti árangur er 8. sæti en hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á 9 mótum. Nánar um árangur Guðmundar – smelltu hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ