Auglýsing

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á reglugerðum um Íslandsmót í unglingaflokkum.

Sérstök ákvæði um skráningarfrest í mót einstaklinga eru ekki lengur í reglugerðunum, heldur er skráningarfrestur ákveðinn af mótsstjórn hvers móts.

Vilji er til að lengja skráningarfresti í mót eins og hægt er, sérstaklega þau mót þar sem umfram skráning hefur verið síðustu ár. Að vita með lengri fyrirvara hvort keppendur komast í mótin auðveldar þeim undirbúning, s.s. vegna æfingahringja og gistingar. Á hinn bóginn getur þurft að taka tillit til fleiri atriða, til dæmis þegar staða á stigalistum ræður þátttökurétti. Því er talið einfaldast að mótsstjórn ákveði skráningarfrest hverju sinni.

Allar reglugerðir eru aðgengilegar á https://www.golf.is/reglur/, en hér má finna samantekt á helstu breytingum 2022.

Þátttökuréttur í Íslandsmótum einstaklinga

Í reglugerðum um Íslandsmót einstaklinga kemur nú skýrar fram hvaða kröfur eru gerðar til þátttakenda varðandi aðild að íslenskum golfklúbbi og ríkisborgararétt eða þriggja ára samfellda búsetu á Íslandi. Kröfur þessar eru í samræmi við móta- og keppendareglur ÍSÍ.

Íslandsmót unglinga

Skilgreining á þátttökurétti í einstaka flokka hefur verið breytt þannig að hámarksforgjöf hefur verið sett fyrir hvern flokk og val þátttakenda umfram grunnfjölda í hverjum flokki ræðst af hve lág forgjöf viðkomandi er m.t.t. hámarksforgjafar. Hámarksforgjöf í hverjum flokki var ákveðin m.t.t. forgjafardreifingar bestu kylfinga landsins í flokknum.

Sami grunnfjöldi er skilgreindur fyrir hvern flokk þótt fjöldi kylfinga í hverjum flokki sé ólíkur. Því til grundvallar liggur sú staðreynd að um er að ræða sex aðskilin Íslandsmót hjá eldri unglingum, jafnvel þótt þau séu haldin á sama velli á sama tíma. Talið er mikilvægt að gera þeim öllum jafn hátt undir höfði. Grunnfjöldinn samanstendur af u.þ.b. helmingi hámarksfjölda keppenda og laus sæti deilast síðan á flokkana eftir getustigi keppenda, m.t.t. hámarksforgjafar.

Þetta fyrirkomulag er það sama og hefur verið við lýði í Íslandsmótinu í golfi undanfarin ár.

Í ljósi mikillar aðsóknar að Íslandsmóti unglinga hefur því nú verið skipt í tvennt. Í stað einnar reglugerðar eru þær nú tvær, annars vegar vegna Íslandsmóts unglinga 14 ára og yngri og hins vegar vegna Íslandsmóts unglinga 15 ára og eldri.

Ef leikmenn eru jafnir í 1. sæti í Íslandsmótum unglinga er leikinn bráðabani í stað þriggja holu umspils eins og áður var.

Reglugerð um Íslandsmót í unglingaflokkum 15 ára og eldri

 1. Skráningarfrestur er nú ákveðinn af mótsstjórn (4. grein).

Sjá 1.1.

 1. Viðbót við 7. grein um að þátttakendur skuli vera félagar í íslenskum golfklúbbi.
  Sjá 1.2.
 2. Orðalag í 7. grein skýrt svo ekki fari á milli mála að íslenskir ríkisborgarar þurfi ekki að hafa haft þriggja ára samfellda búsetu á Íslandi.
  Engin efnisleg breyting, en misskilja mátti fyrra orðalag. Sjá 1.2.
 3. Lágmarksfjöldi keppenda ákveðinn jafn í öllum flokkum. Valið er inn í mótið af stigalistum GSÍ og að því frátöldu samkvæmt forgjöf, að teknu tilliti til hámarksforgjafar sem sett er í hverjum flokki. (7. grein).

Sama fyrirkomulag á vali þátttakenda og hefur verið við lýði í Íslandsmótinu í golfi undanfarin ár. Áhersla lögð á jafnræði milli aldursflokka og kynja. Sjá einnig 1.2.

 1. Leikinn er bráðabani ef leikmenn verða jafnir í 1. sæti í stað þriggja holu umspils áður (9. grein).

Gert til að auðvelda framkvæmd mótsins. 

 1. Flokkar 14 ára og yngri felldir út.

Sjá nýja reglugerð um Íslandsmót í golfi í unglingaflokkum 14 ára og yngri.

 1. Nokkrar smávægilegar orðalagsbreytingar.

Reglugerð um Íslandsmót í golfi í unglingaflokkum 14 ára og yngri

Ný reglugerð vegna Íslandsmóts í flokkum 12 ára og yngri og 13-14 ára. Kylfingar hvattir til að kynna sér reglugerðina í heild.

Fyrirkomulag mótsins er í grófum dráttum eftirfarandi þannig að leikið er á þremur dögum, flokkar 12 ára og yngri leika 3 x 9 holur og flokkar 13-14 ára 3 x 18 holur.

Lágmarksfjöldi keppenda ákveðinn jafn í öllum flokkum. Valið er inn í mótið af stigalistum GSÍ og að því frátöldu samkvæmt forgjöf, að teknu tilliti til hámarksforgjafar sem sett er í hverjum flokki. (7. grein).

Sama fyrirkomulag á vali þátttakenda og hefur verið við lýði í Íslandsmótinu í golfi undanfarin ár. Áhersla lögð á jafnræði milli aldursflokka og kynja. Sjá einnig 1.2.

Reglugerð um Íslandsmót í holukeppni í unglingaflokkum

 1. Skráningarfrestur er nú ákveðinn af mótsstjórn (4. grein).

Sjá 1.1.

 1. Viðbót við 7. grein um að þátttakendur skuli vera félagar í íslenskum golfklúbbi.
  Sjá 1.2.
 2. Orðalag í 7. grein skýrt svo ekki fari á milli mála að íslenskir ríkisborgarar þurfi ekki að hafa haft þriggja ára samfellda búsetu á Íslandi.
  Engin efnisleg breyting, en misskilja mátti fyrra orðalag. Sjá 1.2.
 3. Skýrt að ef leikmaður forfallast eftir að leikröð hefur verið auglýst er efsta leikmanni á biðlista boðið að taka sæti þess sem forfallaðist, en leikröð er ekki ákvörðuð að nýju (10. grein).
  Talið er óeðlilegt að leikröð og mótherjar allra leikmanna geti riðlast við forföll eins leikmanns, eftir að leikröð hefur verið auglýst.
 4. Nokkrar smávægilegar orðalagsbreytingar.

Reglugerð um stigamót unglinga

 1. Hnykkt á að framkvæmd almennra stigamóta er í höndum viðkomandi golfklúbbs, s.s. varðandi ákvörðun þátttökugjalda (3. grein) og skráningarfrest (4. grein).

Eðlilegast er að viðkomandi atriði séu ákveðin af þeim sem halda mótin.

 1. Fjarlægt ákvæði um stigameistara golfklúbba (10. grein).
  Keppni um stigameistara golfklúbba hefur ekki verið haldin undanfarin ár. 
 2. Nokkrar smávægilegar orðalagsbreytingar.

Reglugerð um Íslandsmót golfklúbba í unglingaflokkum

 1. Skráningarfrestur er nú til 1. júní (4. grein).

Sjá 1.4.

 1. Flokkaskipting hefur verið stokkuð upp og forgjafarmörk endurskoðuð (7. grein). Flokkaskipting nú 14 ára og yngri, 16 ára og yngri, 18 ára og yngri, 19-21 árs.

Gert til samræmis við flokka í Íslandsmóti einstaklinga og í stigamótum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ