Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði frábærum árangri á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Birgir Leifur endaði í 11. sæti á níu höggum undir pari samtals. Hann lék hringina fjóra á 279 höggum (71-67-74-67). Mótinu lauk á sunnudaginn en það fór fram í Danmörku.

Lokastaðan:

Með árangri sínum hefur Birgir Leifur farið hratt upp stigalistann á Áskorendamótaröðinni. Hann er í 46. sæti eftir 5 mót á þessu tímabili sem er besta staða hans á þessum lista frá upphafi.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ