Íslandsmeistaramótið í holukeppni
Auglýsing

Íslandsmótið í holukeppni, KPMG – bikarinn, fór fram í Vestmannaeyjum um s.l. helgi. Þar fagnaði Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigri í kvennaflokki og Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG í karlaflokki.

Egill Ragnar hefur verið sigursæll á þessu tímabili því þetta er annar Íslandsmeistaratitill hans á þessu sumri. Hann sigraði einnig á Íslandsmótinu í holukeppni í flokki 19-21 árs á Íslandsbankamótaröðinni. Egill var ánægður með sigurinn gegn félaga sínum Alfreð Brynjari Kristinssyni úr GKG í úrslitaleiknum.

„Það voru fleiri holur en vandalega í undanúrslita og úrslitaleiknum eða 26 holur alls. „Vissulega var þetta meira álag á okkur en mér fannst þetta mót vera skemmtilegt,“ sagði Egill Ragnar við golf.is eftir mótið í Eyjum.

Holufjöldinn á KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni, var óhefðbundinn að þessu sinni. Alls voru 13 holur leiknar í hverri umferð í riðlakeppninni þar sem 32 karlar tóku þátt í átta riðlum og 16 konur í fjórum riðlum. Í fyrstu umferð í 8-manna úrslitum voru leiknar 13 holur en 26 holur í undanúrslitum og úrslitum.  

„Þetta mót var öðruvísi en önnur mót, skrítið að mörgu leyti, en þetta var skemmtilegt mót,“ sagði Guðrún Brá við golf.is í Eyjum um s.l. helgi. Guðrún Brá lék gegn Helgu Kristínu Einarsdóttur úr GK í úrslitaleiknum.

 

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ